Olíuskip sigla í Norður-Íshafi austur með strönd Rússland
Tvö olíuskip, skráð í Murmansk, Varzuga og Indiga, eru um þessar mundir á norðurleiðinni frá Murmansk til Chukotka austast í Rússlandi. Skipafélög um heim allan fylgjast náið með ferðum skipanna um Norður-Íshafið.
BA og Iberia sameinast - gera bandalag við American Airlines
Samkeppniseftirlit ESB samþykkti 14. júlí samruna flugfélaganna British Airways (BA) og Iberia og bandalag þeirra við American Airlines (AA) handan Atlantshafs. Félögin hafa samið um skiptingu ferða sín á milli á leiðum yfir N-Atlantshaf. BA, Iberia og AA hófu samstarf sín á milli árið 2009 til að ...
ESB setur Ísland inn í for-aðildar styrkjakerfi sitt
Framkvæmdastjórn ESB sendi 14. júlí frá sér fréttatilkynningu um, að Ísland gæti þegið styrki úr for-aðildaraðstoðarsjóði (IPA) ESB. Áhersla yrði lögð á að styrkja innleiðingu ESB-löggjafar, breytingar á stjórnkerfinu og miðlun upplýsinga til að uppfræða íslenskan almenning um ESB-löggjöf og stefnu ...
Björgunarsjóður evrunnar kemst á laggirnar
440 milljarða evru björgunarsjóður evru-svæðisins verður starfhæfur í lok júlí og ætti að fá hæsta lánshæfismat, segir Þjóðverjinn Klaus Regling, forstjóri sjóðsins, í viðtali við The Wall Street Journal og The Financial Times 14. júlí. Regling segir, að ef til vill reyni aldrei á sjóðinn. Verði t...
ESB-fjármálaráðherrar semja um verksvið ESB-eftirlitsstofnana
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna samþykktu þriðjudaginn 13. júlí, hvernig haga skuli fjármálaeftirliti á öllu ESB-svæðinu. Niðurstaðan byggðist á nýrri málamiðlunartillögu frá belgíska fjármálaráðherranum, sem fer með forsæti í ráðherraráði ESB. Ráðherrann leitar samkomulags við ESB-þingið um málið. M...
Fjárfestar leita í sænskar og norskar krónur
Fjárfestar leita í sænskar og norskar krónur sem valkost við dollar og evru segir Wall Street Journal í dag.
Þingmaður VG: jarðvegur fyrir stöðvun aðlögunarferils að ESB
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Vinstri grænna segir í grein í Fréttablaðinu í dag, að jarðvegur sé að myndast fyrir því að stöðva aðlögunarferli Íslands að ESB og jafnframt að samstarfsflokkur Vinstri grænna í ríkisstjórn, Samfylkingin sé að verða einangruð í afstöðu sinni til ESB-umsóknarinnar.
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Vinstri grænna, skrifar grein í Fréttablaðið í dag, þar sem hann segir að jarðvegur sé fyrir því að stöðva aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu og að Samfylkingin sé einangruð í stuðningi sínum við ESB-umsóknina.
Tökum ekki við þessum peningum
Á mbl.is í dag og hér á Evrópuvaktinni, má lesa frétt um að Ísland eigi nú rétt á styrk frá Evrópusambandinu til þess að búa sig undir aðild að sambandinu og að styrkurinn sé eingöngu ætlaður til að styrkja stofnanir og löggjafarvaldið til að laga löggjöf Íslands að lögum ESB. Eitt er að eiga r...
Hver er sjálfsvitund okkar Íslendinga? Hvernig viljum við að aðrar þjóðir sjái okkur? Hver og einn skapar sér orðspor með athöfnum sínum, sama gildir um þjóðir. Nægir að minna á Íran eða Þýskaland í þessu sambandi. Á alþjóðavettvangi hafa Íslendingar þann orðstír að þeir haldi fast á rétti sínum, bæði í smáu og stóru, og eigi það jafnt við einstaklinga sem og við fyrirtæki og stjórnvöld.
Hræðsluáróðri Evrópufræðings hnekkt
Undrun vakti, þegar Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, sagði í morgunútvarpi RÚV á dögunum, að Íslendingar væru á einskonar undanþágu hjá ESB vegna brota á EES-samningnum. Yrði umsókn Íslands um aðild að ESB dregin til baka, kynni ESB að líta öðrum augum á Íslendinga.