Tveir belgískir bankar standast álagsprófið
Belgísku bankarnir Dexia og KBC hafa staðist álagspróf á evrópska bankakerfið að sögn belgíska viðskiptablaðsins L‘Echo laugardaginn 17. júlí. Ríkisstjórnir ESB-ríkjanna hafa samþykkt, að föstudag í næstu viku verði niðurstöður álagsprófa á 91 banka, 65% af evrópska bankakerfinu, birtar. Tilganguri...
Brussel eyðir en aðildarríkin spara
Brussel eyðir. Aðildarríkin spara. Þetta eru helztu áhyggjur háttsettra embættismanna í Brussel um þessar mundir að því er fram kemur á euobserver í dag.
Morgunblaðið: Hverjir mundu gæta hagsmuna Íslendinga við makrílveiðar?
Morgunblaðið spyr í forystugrein í dag hverjir yrðu til að gæta hagsmuna Íslendinga í sambandi við makrílveiðar ef Ísland væri orðið hluti af ESB. Í leiðara blaðsins, sem skrifaður eru í tilefni af fréttum Evrópuvaktarinnar um mótmæli Íra vegna makrílveiða Íslendinga segir: “Hvaða árangri...
Ásmundur Einar: Hótanir við þingmenn og ráðherra VG um stjórnarslit
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Vinstri grænna, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að haft hafi verið í hótunum við einstaka þingmenn og ráðherra VG til þess að knýja fram meirihluta á Alþingi fyrir ári til þess samþykkja umsókn Íslands um aðild að ESB. Ásmundur Einar segir að samfelldar...
Stöðvum ESB-aðlögunarferlið strax - vandræðin vaxa stöðugt
Lýsingar Ásmundar Einars Daðasonar, þingmanns vinstri-grænna, á því, sem á gekk í þingsalnum 16. júlí 2009, þegar alþingi samþykkti ESB-aðildarumsóknina, eru til marks um, að Samfylkingin lagði líf ríkisstjórnarinnar en ekki hagsmuni þjóðarinnar að veði vegna málsins. Ásmundur Einar segir frá því í ...
Áskorun á Finn Haga-forstjóra vegna fullyrðinga um 71% ESB-stuðning
Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í grein á Presunni 13. júlí, að íslenska þjóðin væri í meginatriðum sammála í afstöðu sinni til aðildar að ESB. Í nýlegri könnun hefði komið fram, að 71% þjóðarinnar væri fylgjandi aðild, svo fremi að hún héldi yfirráðum yfir auðlindum okkar. Pottverjar vit...
Hervæðing ESB staðfest í Lissabon-sáttmálanum
Haraldur Ólafsson, prófessor í veðurfræði við Háskóla Íslands, ritar grein í Morgunblaðið 17. júlí, og svarar grein í sama blaði frá 14. júlí eftir Semu Erlu Serdaroglu, stofnanda og formann ungra Evrópusinna og alþjóðafulltrúa Ungra jafnaðarmanna, þar sem hún gagnrýndi boðskap ungra bænda gegn að...
Hverjir ætli séu í „Heimssýnararmi“ Sjálfstæðisflokksins?
Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins, verður tíðrætt um það, sem hann kallar „Heimssýnararm“ Sjálfstæðisflokksins í vikulegum greinum sínum í Fréttablaðinu. Hverjir ætli séu í „Heimssýnararmi“ Sjálfstæðisflokksins?