Rætt um aðild Sviss að „léttu“ EES - ESB vill „endurræsa“ samskiptin
Evrópusambandið hefur hug á að „endurræsa“ samband sitt við Sviss með „léttu“ EES-samstarfi. Nú eru í gildi um 120 tvíhliða samningar á milli ESB og Sviss og verður sífellt flóknara að framkvæma þá. Forseti Sviss vill ræða, hvort unnt sé að finna leið, sem tengir land sitt evrópska efnahagssvæðinu.
Árekstur olíuskipa í Norður-Íshafi
Olíuskipin tvö, Indiga og Varzuga, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni og eru á leið austur með norðurströnd Rússlands, rákust hvort á annað föstudaginn 16. júlí að því er segir í rússneska blaðinu Novaya Gazeta sl. laugardag. Engar fregnir eru um leka í skipunum en hvort um sig flytur 13...
Ungverjar hætta viðræðum við AGS og ESB um niðurskurð
Ríkisstjórn Ungverjalands mun ekki grípa til frekari niðurskurðar, jafnvel þótt ákvörðunin þýði deilur við alþjóðlega lánardrottna, vegna þess að fyrri niðurskurður stuðlaði að efnahagsvanda þjóðarinnar og miklu atvinnuleysi, sagði Gyorgy Matolcsy, efnahagmálaráðherra Ungverjalands, í sjónvarpsviðta...
Viðskiptahalli evrusvæðisins eykst lítillega
Viðskipthalli evrusvæðisins jókst lítillega í maí frá því í apríl skv. tölum, sem evrópski seðlabankinn birti í morgun og Wall Street Journal segir frá. Hann er hins vegar lítill á almennan mælikvarða. Á 12 mánaða tímabili miðað við maí nam viðskiptahallinn 0,5% af VLF (vergri landsframleiðslu) evrusvæðisins.
Batnandi horfur í Evrópu segir NYTimes
New York Times segir í dag að vaxandi bjartsýni gæti nú á fjármálamörkuðum um efnahagshorfur í Evrópu. Því til sönnunar bendir blaðið á skuldabréfaútboð spænska ríkisins í síðustu viku, sem hafi gengið vel, þótt vextir hafi að vísu hækkað.
Makríll og íslenzkir hagsmunir
Morgunblaðið spurði lykilspurningar í leiðara sl. laugardag, þegar blaðið spurði hver mundi gæta hagsmuna Íslands í sambandi við makrílveiðar ef við værum aðilar að Evrópusambandinu. Spurningin er borin fram vegna mótmæla Íra, sem sjö önnur aðildarríki ESB hafa tekið undir skv. fréttum Evrópuvaktarinnar. Þessi spurning snýst um kjarna málsins.
Grímur Atlason fetar í spor Eiríks Bergmanns - villur vega
Bloggarinn Grímur Atlason, sem gegnt hefur störfum sveitarstjóra undanfarin ár, er eldheitur ESB-aðildarsinni og þolir þá illa, sem telja ESB-för ríkisstjórnarinnar feigðarflan.