Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Mánudagurinn 19. júlí 2010

«
18. júlí

19. júlí 2010
»
20. júlí
Fréttir

Rætt um aðild Sviss að „léttu“ EES - ESB vill „endurræsa“ samskiptin

Evrópu­sambandið hefur hug á að „endurræsa“ samband sitt við Sviss með „léttu“ EES-samstarfi. Nú eru í gildi um 120 tvíhliða samningar á milli ESB og Sviss og verður sífellt flóknara að framkvæma þá. Forseti Sviss vill ræða, hvort unnt sé að finna leið, sem tengir land sitt evrópska efnahags­svæðinu.

Árekstur olíuskipa í Norður-Íshafi

Olíuskipin tvö, Indiga og Varzuga, sem sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni og eru á leið austur með norðurströnd Rússlands, rákust hvort á annað föstudaginn 16. júlí að því er segir í rússneska blaðinu Novaya Gazeta sl. laugardag. Engar fregnir eru um leka í skipunum en hvort um sig flytur 13...

Ungverjar hætta viðræðum við AGS og ESB um niðurskurð

Ríkis­stjórn Ungverjalands mun ekki grípa til frekari niðurskurðar, jafnvel þótt ákvörðunin þýði deilur við alþjóðlega lánardrottna, vegna þess að fyrri niðurskurður stuðlaði að efnahagsvanda þjóðar­innar og miklu atvinnuleysi, sagði Gyorgy Matolcsy, efnahagmála­ráðherra Ungverjalands, í sjónvarpsviðta...

Viðskiptahalli evru­svæðisins eykst lítillega

Viðskipthalli evru­svæðisins jókst lítillega í maí frá því í apríl skv. tölum, sem evrópski seðlabankinn birti í morgun og Wall Street Journal segir frá. Hann er hins vegar lítill á almennan mælikvarða. Á 12 mánaða tímabili miðað við maí nam viðskiptahallinn 0,5% af VLF (vergri landsframleiðslu) evru­svæðisins.

Batnandi horfur í Evrópu segir NYTimes

New York Times segir í dag að vaxandi bjartsýni gæti nú á fjármálamörkuðum um efnahagshorfur í Evrópu. Því til sönnunar bendir blaðið á skulda­bréfaútboð spænska ríkisins í síðustu viku, sem hafi gengið vel, þótt vextir hafi að vísu hækkað.

Versnandi skuldastaða Írlands

Ástæðan fyrir lækkun Moody´s á mati á írskum ríkisskulda­bréfum úr AA1 í AA2 er versnandi hlutfall á milli skulda og vergrar landsframleiðslu Írlands. Þetta kemur fram í Financial Times í dag.

Leiðarar

Makríll og íslenzkir hagsmunir

Morgunblaðið spurði lykilspurningar í leiðara sl. laugardag, þegar blaðið spurði hver mundi gæta hagsmuna Íslands í sambandi við makrílveiðar ef við værum aðilar að Evrópu­sambandinu. Spurningin er borin fram vegna mótmæla Íra, sem sjö önnur aðildarríki ESB hafa tekið undir skv. fréttum Evrópu­vaktarinnar. Þessi spurning snýst um kjarna málsins.

Í pottinum

Grímur Atlason fetar í spor Eiríks Bergmanns - villur vega

Bloggarinn Grímur Atlason, sem gegnt hefur störfum sveitar­stjóra undanfarin ár, er eldheitur ESB-aðildarsinni og þolir þá illa, sem telja ESB-för ríkis­stjórnar­innar feigðarflan.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS