Miðvikudagurinn 25. apríl 2018

Fimmtudagurinn 22. júlí 2010

«
21. júlí

22. júlí 2010
»
23. júlí
Fréttir

Bloomberg: Össur mun sæta þrýstingi í Brussel vegna Icesave

Íslendingar munu sæta þrýstingi um að leysa deiluna vegna Icesave-reikninganna og endurskoða fiskveiði­stefnu sína í viðræðum um aðild að Evrópu­sambandinu, sem eiga að hefjast í næstu viku, segir James G. Neuger, fréttaritari Bloomberg News í Brussel, í frétt á Bloomberg-vefsíðunni síðdegis 22. júlí....

Sjálfstæðis­yfirlýsing Kosovo ekki brot á alþjóða­lögum

Alþjóða­dómstóllinn í Haag komst fimmtudaginn 22. júlí á þeirri niðurstöðu, að sjálfstæði Kosovo bryti ekki gegn alþjóða­lögum. Dómurinn er áfall fyrir Serbíu en af hálfu ríkisins hefur verið krafist viðræðna um stöðu Kosovo í alþjóða­sam­félaginu. Lýst var yfir sjálfstæði Kosovo í febrúar 2008. Þeg...

Írar vilja, að ESB-herafli tengist aðgerðum Sameinuðu þjóðanna

Írska ríkis­stjórnin hefur hvatt til umræðu á vettvangi ESB um meiri hernaðarlega samvinnu ESB og Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem ESB sé nú betur í stakk búið en áður til að auka áhrifamátt aðgerða á vegum SÞ. Að sögn The Irish Times kemur þetta fram í óformlegu skjali, sem írski sendiherrann gagnv...

Ungverjar vísa AGS á dyr

Viktor Orban, forsætis­ráðherra Ungverjalands, segist ekki ætla að ræða frekar við fulltrúa Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS). Engin ástæða sé til þess. Samningur sjóðsins og Ungverjalands renni út í október. Ungverjar ætli á hinn bóginn að halda áfram viðræðum við fulltrúa Evrópu­sambandsins. Orban sa...

Peningarnir streyma til Sviss

Mikið fjárstreymi til Sviss veldur stjórnvöldum þar í landi áhyggjum. Fjárfestar flýja evruna og peningar koma einnig annars staðar frá. Svissneski Seðlabankinn hefur tapað 14 milljörðum svissneskra franka á viðleitni til þess að halda gengi svissneska frankans niðri án mikils árangurs. Um þær aðgerðir bankans er deilt í Sviss.

Hefur bandaríski seðlabankinn meira svigrúm til aðgerða?

Hluta­bréf á Wall Street lækkuðu í gær um 1,3% í kjölfar þeirra ummæla Ben Bernanke, seðlabanka­stjóra Bandaríkjanna að horfur í efnahagsmálum Bandaríkjanna væru „óvenjulegar óvissar“. Hins vegar tóku markaðir í Asíu ummælum Bernanke af meiri ró og lækkuðu að meðaltali um 0,2% og markaðurinn í H...

Leiðarar

Evru-aðildarrökin eru haldlaus - rjúfa ber aðlögunarferlið

Hinn einstæði sögulegi atburður gerðist miðvikudaginn 21. júlí, að þýskur fjármála­ráðherra sat ríkis­stjórnar­fund í höll Frakklandsforseta í París og undir stjórn hans. Með þátttöku sinni í ríkis­stjórnar­fundinum vildi Wolfgang Schäuble árétta vilja þýsku ríks­stjórnar­innar til að vinna með frönskum st...

Í pottinum

Jóhann verðlauna­blaðamaður kennir Evrópu­vaktina við fasisma

Jóhann Hauksson, verðlauna­blaðamaður á DV, birtir neyðaróp ESB-aðildarsinna á dv.is 22. júlí. Það hefst á þessum orðum: "Svo er að sjá sem deild þjóðernisofstækismanna í Sjálfstæðis­flokknum hafi náð undirtökunum í Heimssýn, samtökum andstæðinga aðildar að Evrópu­sambandinu. Frjáslyndir Sjálfst...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS