Fimmtudagurinn 26. apríl 2018

Fimmtudagurinn 5. ágúst 2010

«
4. ágúst

5. ágúst 2010
»
6. ágúst
Fréttir

Formaður LÍÚ andvígur ESB-umsóknarferlinu - RÚV ósammála

Adolf Guðmundsson, formaður Lands­sambands íslenskra útvegs­manna, LÍÚ, segir við mbl.is 5. ágúst, að ríkis­stjórnin ætli greinilega ekki að draga ESB-umsóknina til baka og þess vegna telji hann ekki raunhæft að reikna með að hætt verði við viðræður um aðild að ESB. Fyrst að ríkis­stjórnin ætli að hald...

Ísafold sendir þingmönnum opið bréf

Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild hefur sent opið bréf til þingmanna, þar sem lýst er stuðningi við þingsályktunartillögu, sem lögð var fram á Alþingi snemma í sumar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Hið opna bréf Ísafoldar birtist hér í heild: “Reykjavík, 05. ágúst...

Meirihlutinn vill, að Lene Espersen víki úr embætti

Meirihluti Dana vill, að Lene Espersen, formaður danska Íhalds­flokksins, segi af sér embætti utanríkis­ráðherra. Sérstaka athygli vekur, hve lítils stuðnings Espersen nýtur í kjördæmi sínu á Norður-Jótlandi, þar sem 71% aðspurðra vill, að hún hverfi úr utanríkis­ráðuneytinu. Í landinu öllu eru 52% á móti setu hennar þar. Lene Espersen hefur sætt gagnrýni fyrir að sækja ekki alþjóða­fundi.

Átök tveggja fylkinga í landbúnaðarmálum innan ESB

Sameiginleg landbúnaðar­stefna ESB er nú til endurskoðunar og skal því starfi lokið árið 2013, þegar 10 ár verða liðin frá því, að þeirri stefnu, sem nú er í gildi, var hrundið í framkvæmd. Í grófum dráttum skiptast ESB-ríki í tvær fylkingar vegna endurskoðunarinnar.

Stuttgarter Zeitung: blaðamenn furðu lostnir, þegar Össur „hrósaði öryggi evrunnar“

Þýzka dagblaðið Stuttgarter Zeitung sagði í frétt af blaðamannafundi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ráðherra að lokinni ríkjaráð­stefnunni í Brussel í síðustu viku, að langt væri síðan belgíski utanríkis­ráðherrann, sem var í forsvari fyrir ESB hefði „upplifað svo mikla hrifningu af Evrópu.“ B...

Hætta á nýju samdráttarskeiði í Bretlandi

Í Bretlandi eru nú talin hætta á nýju samdráttarskeiði í efnahagsmálum eftir stutt tímabil hagvaxtar í kjölfar fjármálakreppunnar, sem skall á 2008. Þetta kemur fram í brezka dagblaðinu Guardian í dag. Mörg fyrirtæki segjast nú verða að draga saman seglin og fækka fólki vegna þess, að opinberir ...

Leiðarar

Línan frá Brussel: þegið, bíðið eftir því, sem að ykkur er rétt

Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 5. ágúst, þar sem hann leggur áherslu á, hve góða samningamenn Íslendingar hafi haft í viðræðum við Evrópu­sambandið til þessa. Íslendingar hafi náð nær öllum kröfum sínum fram í samningaviðræðum við ESB um frí­verslunarsam...

Pistlar

Icesave, ESA, ESB og sterk réttarstaða Íslands

Eftirlits­stofnun EFTA (ESA) sendi ríkis­stjórn Íslands svonefnt áminningar­bréf vegna Icesave-málsins 26. maí 2010. Skyldi því andmælt af Íslands hálfu innan tveggja mánaða eða fyrir 26. júlí samkvæmt reglum ESA. Ríkis­stjórn Íslands fékk svarfrestinn lengdan um sex vikur og ber henni nú að svara fyr...

Í pottinum

Formaður LÍÚ aflúsar Egil

Á ruv.is birtist þessi frétt klukkan 19.01 miðvikudaginn 4. ágúst: „LÍÚ, Lands­samband íslenskra útvegs­manna, vill ekki að aðildarumsókn íslands að ESB verði dregin til baka, heldur ná eins góðum samningi og kostur er. Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, sagði í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í dag að LÍ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS