Formaður LÍÚ andvígur ESB-umsóknarferlinu - RÚV ósammála
Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir við mbl.is 5. ágúst, að ríkisstjórnin ætli greinilega ekki að draga ESB-umsóknina til baka og þess vegna telji hann ekki raunhæft að reikna með að hætt verði við viðræður um aðild að ESB. Fyrst að ríkisstjórnin ætli að hald...
Ísafold sendir þingmönnum opið bréf
Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild hefur sent opið bréf til þingmanna, þar sem lýst er stuðningi við þingsályktunartillögu, sem lögð var fram á Alþingi snemma í sumar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að ESB. Hið opna bréf Ísafoldar birtist hér í heild: “Reykjavík, 05. ágúst...
Meirihlutinn vill, að Lene Espersen víki úr embætti
Meirihluti Dana vill, að Lene Espersen, formaður danska Íhaldsflokksins, segi af sér embætti utanríkisráðherra. Sérstaka athygli vekur, hve lítils stuðnings Espersen nýtur í kjördæmi sínu á Norður-Jótlandi, þar sem 71% aðspurðra vill, að hún hverfi úr utanríkisráðuneytinu. Í landinu öllu eru 52% á móti setu hennar þar. Lene Espersen hefur sætt gagnrýni fyrir að sækja ekki alþjóðafundi.
Átök tveggja fylkinga í landbúnaðarmálum innan ESB
Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB er nú til endurskoðunar og skal því starfi lokið árið 2013, þegar 10 ár verða liðin frá því, að þeirri stefnu, sem nú er í gildi, var hrundið í framkvæmd. Í grófum dráttum skiptast ESB-ríki í tvær fylkingar vegna endurskoðunarinnar.
Stuttgarter Zeitung: blaðamenn furðu lostnir, þegar Össur „hrósaði öryggi evrunnar“
Þýzka dagblaðið Stuttgarter Zeitung sagði í frétt af blaðamannafundi Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra að lokinni ríkjaráðstefnunni í Brussel í síðustu viku, að langt væri síðan belgíski utanríkisráðherrann, sem var í forsvari fyrir ESB hefði „upplifað svo mikla hrifningu af Evrópu.“ B...
Hætta á nýju samdráttarskeiði í Bretlandi
Í Bretlandi eru nú talin hætta á nýju samdráttarskeiði í efnahagsmálum eftir stutt tímabil hagvaxtar í kjölfar fjármálakreppunnar, sem skall á 2008. Þetta kemur fram í brezka dagblaðinu Guardian í dag. Mörg fyrirtæki segjast nú verða að draga saman seglin og fækka fólki vegna þess, að opinberir ...
Línan frá Brussel: þegið, bíðið eftir því, sem að ykkur er rétt
Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, ritar grein í Fréttablaðið 5. ágúst, þar sem hann leggur áherslu á, hve góða samningamenn Íslendingar hafi haft í viðræðum við Evrópusambandið til þessa. Íslendingar hafi náð nær öllum kröfum sínum fram í samningaviðræðum við ESB um fríverslunarsam...
Icesave, ESA, ESB og sterk réttarstaða Íslands
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) sendi ríkisstjórn Íslands svonefnt áminningarbréf vegna Icesave-málsins 26. maí 2010. Skyldi því andmælt af Íslands hálfu innan tveggja mánaða eða fyrir 26. júlí samkvæmt reglum ESA. Ríkisstjórn Íslands fékk svarfrestinn lengdan um sex vikur og ber henni nú að svara fyr...