Sunnudagurinn 17. janúar 2021

Mánudagurinn 9. ágúst 2010

«
8. ágúst

9. ágúst 2010
»
10. ágúst
Fréttir

Rússar hanna nýtt flugmóðurskip fyrir Norðurflotann

Tæknileg útfærsla á hönnun á nýrri kynslóð rússneskra flugmóðurskipa á að liggja fyrir í lok þessa árs, að sögn yfirmanns rússneska flotans.

ESB beinir makríl-reiðinni einkum að Færeyingum

Í afdráttarlausri tilkynningu framkvæmda­stjórnar ESB 9. ágúst um hættu á því, að gengið verði að NA-Atlantshafs makríl­stofninum dauðum er spjótunum sérstaklega beint að Færeyingum og gefið til kynna, að þeir segi eitt á fundum með ESB en framkvæmi síðan annað. Ætlar framkvæmda­stjórnin að senda Færey...

Ritt Bjerregaard kvaddi stjórnmálin með glæsibrag

Ritt Bjerregaard, sem um árabil var í fremstu röð danskra jafnaðarmanna, kvaddi yfir-borgar­stjóraraembættið í Kaupmannahöfn með glæsibrag 27. desember 2009. Að sögn danska dagblaðsins B. T. sendi Bjerregaard reikninginn, 138.786 DSK (tæpar þrjár m. ISK), fyrir veisluna til skattgreiðenda í Kaupmann...

BBC: Svisslendingar fegnir að hafa hafnað ESB

Svisslendingar telja sig hafa gert rétt 1992 með því að greiða atkvæði gegn aðild að EES, sem hefði verið fyrsta skrefið í átt til aðildar að ESB segir BBC í dag.

Hugmyndir í Brussel um sérstakan ESB-skatt

Nú eru uppi hugmyndir í Brussel um að Evrópu­sambandið leggi sjálft skatta á íbúa aðildarríkjannna, sérstakan ESB-skatt. Þetta kemur fram á euobserver og jafnframt að nú sé meiri hljómgrunnur fyrir slíkum hugmyndum í höfuðborgum aðildarríkjanna en áður.

Eftirspurn eftir búvörum eykst um 60% á næstu 20 árum í heiminum

Þótt verðhækkun á matvælum vegna minnkandi kornframleiðslu í Rússlandi geti verið tímabundin, þegar til skamms tíma er litið er því nú spáð að til lengri tíma megi búast við stighækkandi verðlagi á matvörum.

Guðmundur Andri: Ögmundur setur hakakross í merki ESB

Guðmundur Andri Thorsson, bætist 9. ágúst í hóp þess Fréttablaðs- og samfylkingar­fólks, sem gerir hróp að Ögmundi Jónassyni, þingmanni vinstri grænna, fyrir að hafa varað við aðild að Evrópu­sambandinu í Morgunblaðsgrein 6. ágúst. Telur Guðmundur Andri, að með málflutningi sínum hafi Ögmundur spilað...

Leiðarar

Óvissa í efnahagsmálum umheimsins-staða okkar

Það er mikil óvissa ríkjandi í efnahagsmálum heimsbyggðarinnar um þessar mundir og engan veginn ljóst hvert stefnir. Í vor beindist athyglin fyrst og fremst að vandamálum Grikkja og evru­svæðisins. Nú gengur betur í Evrópu og þó sérstaklega í Þýzkalandi en þá beinist athyglin að Bandaríkjunum og því, hvort sá efnahagsvöxtur sem þar var kominn í gang sé að fjara út.

Í pottinum

Eiríki Bergmann tókst að afvegaleiða Guðmund Andra með hræðsluáróðri

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, dettur í þann pytt í pistli í Fréttablaðinu 9. ágúst, að leggja trúnað á þá túlkun Eiríks Bergmanns Einarssonar, Evrópu­fræðings á Bifröst, að Íslendingar eigi á hættu að verða reknir af evrópska efnahags­svæðinu (EES). Guðmundur Andri segir, að verði ekkert ú...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS