Mánudagurinn 18. janúar 2021

Þriðjudagurinn 17. ágúst 2010

«
16. ágúst

17. ágúst 2010
»
18. ágúst
Fréttir

Eva Joly o.fl.: Frakkar endurgreiði Haítí bætur 19. aldar

Hópur menntamanna og stjórnmálamanna hefur krafizt þess, að Frakkar endurgreiði Haítí 17 milljarða evra, sem áskorendur telja að franska ríkið hafi fengið í svo­nefndar „bætur“, þegar þrælar á Haíti gerðu uppreisn á 19. öldinni og ríkið varð sjálfstætt. Uppreisnin var gerð 1825 og kröfðust Frak...

Danir: atvinnuleysisbætur í 2 ár í stað 4 ára

Danir hafa stytt þann tíma, sem atvinnulausir fá greiddar atvinnuleysisbætur úr 4 árum í 2 ár. Claus Hjort Frederiksen, fjármála­ráðherra Dana, segir að Danir hafi ekki lengur efni á þessum lúxus. Danskur launþegi, sem missir atvinnu sína fær yfirleitt 80% af þeim launum, sem hann hafði greiddar í atvinnuleysisbætur, þótt þak sé á þessum greiðslum gagnvart hærri launum.

Ólík aðstaða evruríkjanna til fjármögnunar

Aðstaða evruríkjanna til þess að fjármagna sig með skulda­bréfaútgáfu er innbyrðis mjög ólík. Þjóðverjar og Frakkar geta gefið út skulda­bréf í evrum með lágri ávöxtunarkröfu og selt til fjárfesta um allan heim vegna þess, að fjárfestar vita að þeir fá peningana til baka.

Beztu háskólar í heimi: 54 bandarískir-27 innan ESB

Af 100 beztu háskólum í heimi eru 27 innan Evrópu­sambandsins en 32 í Evrópu allri, þ.e. með Sviss, Noregi og Rússlandi. Bandaríkin eru ráðandi á þessum lista, sem tekinn er saman af stofnun í Shanghai í Kína og nýtur virðingar um allan heim. Af 100 beztu háskólum í heimi eru 54 bandarískir og af...

Strangara eftirlit með fjármálafyrirtækjum, sem starfa í mörgum löndum

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hefur lagt til breytingar á ESB-reglum, sem snúa að eftirliti með starfsemi fjármálasamsteypa. Frá þessu var skýrt í Brussel í gær. Framkvæmda­stjórnin leggur til að fjármála­eftirlit einstakra ríkja fái meira vald til þess að fylgjast með móður­fyrirtæki eða eignar­halds­félagi.

Leiðarar

Hvar eigum við heima?-Höfum við efni á að standa á eigin fótum?

Umræðurnar um aðild Íslands að Evrópu­sambandinu taka á sig ýmsar myndir en í fæstum tilvikum er rætt um grundvallar­atriði. Miklu fremur er þrasað um aukaatriði og að sumu leyti fáránlega hluti. Ef allar umbúðir eru teknar af þessum umræðum snúast þær í grundvallar­atriðum tvennt: Hvar eigum við heima? Höfum við efni á að standa á eigin fótum?

Pistlar

Þröngsýni Evrópu­sinna

Ég undrast mikið þá þröngsýni Evrópu­sinna að vilja múlbinda sig við Evrópu­sambandið í stað þess að horfa á heiminn í heild sinni. Evrópa er nú einu sinni bara hluti af heiminum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS