« 17. ágúst |
■ 18. ágúst 2010 |
» 19. ágúst |
Obama og leiðtogar ESB hittast í Lissabon
Barac Obama, Bandaríkjaforseti hyggzt hitta leiðtoga Evrópusambandsins að máli í Lissabon 20. nóvember n.k. Að einhverju leyti er fundurinn haldinn til þess að milda særðar tilfinningar þeirra vegna þess, að forsetinn afboðaði slíkan fund í Madrid fyrr á árinu en að öðru leyti segir euobserve...
Soros dregur úr fjárfestingum í bandarískum hlutabréfum
Georg Soros hefur minnkað mjög fjárfestingar sínar í bandarískum hlutabréfum, jafnvel um 42% að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Þetta kemur fram í tölum, sem fjárfestingarsjóður hans hefur birt fyrir annan ársfjórðung.
Moody´s: ekki víst að stóru ríkin standi undir skuldum sínum
Moody´s, lánshæfismatsfyrirtækið, telur að þjóðarskuldir Bandaríkjanna verði orðnar svo miklar á árinu 2013, ef hagvöxtur fjarar út, að vaxtagreiðslur nemi um 14% af skatttekjum.
Stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu eyða töluverðu púðri og starfskröftum í að útskýra fyrir fólki ágæti Evrópusambandsins. Þetta er óþarfi. Efast einhver um, að það samstarf, sem hófst á milli ríkja á meginlandinu eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari sé ein af merkilegri tilraunum í sögu okkar samtíma?