Fimmtudagurinn 28. janúar 2021

Fimmtudagurinn 2. september 2010

«
1. september

2. september 2010
»
3. september
Fréttir

Grænlendingar reiðir Greenpeace - aðgerðarsinnar flúðu borpallinn

Aðgerðasinnar Greenpeace, sem settust í leyfisleysi að í borpalli olíu­félagsins Cairn Energy undan vesturströnd Grænlands þriðjudaginn 31. ágúst, yfirgáfu pallinn að kvöldi 1. september, þegar veður og sjólag versnaði. Lög­regla handtók þá með aðstoð danska flotans. Kuupik Kleist, formaður land­stjór...

Samstaða um að koma á fót evrópsku fjármála­eftirliti

Náðst hefur samkomulag meðal embættismanna ESB og ESB-ríkjanna um, að við upphaf næsta árs komi ný stofnun til sögunnar til að hafa eftirlit með evrópskum fjármálamörkuðum.

Þögn um Icesave og ESB aðild í 20 mála verkefnaskrá ríkis­stjórnar­innar

Samtímis því, sem skipt var um ráðherra í ríkis­stjórninni sendu forystumenn stjórnar­flokkanna frá sér yfirlýsingu, þar sem segir meðal annars: Ný ríkis­stjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs byggir störf sín og stefnu á skýrum markmiðum samstarfsyfirlýsingar flokkanna frá maí 2009, fyrirliggjandi efnahags­áætlun og samþykktum meirihlutans á Alþingi.

Hollendingar: Ísland greiði höfuðstól og vexti-Ögmundur: Icesave í ásættanlegri farvegi

Ögmundur Jónasson sagði, þegar hann tók við ráðherraembætti á ný í dag, að Icesave-málin væru í farvegi eins og hann komst að orði í samtali við mbl.is en eins og kunnugt er sagtði hann af sér ráðherraembætti fyrir 11 mánuðum vegna ágreinings við forystumenn ríkis­stjórnar­innar um Icesave. Í sjónv...

Eva Joly gagnrýnd fyrir forsetaframboð vegna uppruna síns

Marine Le Pen, varaformaður Þjóðarfylkingarinnar, Front National (FN), franska stjórnmála­flokksins, sem faðir hennar, Jean-Marie Le Pen, stofnaði og leggur höfuðáherslu á andúð gegn útlendingum, telur, að Eva Joly sé ekki hæf til forsetaframboðs í Frakklandi fyrir græningja, þar sem óljóst sé um æt...

AGS: Ísland í flokki með Bandaríkjunum og Bretlandi

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn spáir því, að þjóðar­skuldir Breta muni nema 90,6% af vergri landsframleiðslu að fimm árum liðnum en þær námu 44,1% á árinu 2007. Jafnframt segir sjóðurinn að skuldir Bandaríkjamanna muni nema 109,7% á árinu 2015 en þær voru 62,1% á árinu 2007. Sjóðurinn segir, að v...

Samfylkingin vill ráða ráðherravali VG

Samfylkingin vill ráða ráðherrum VG. Samfylkingar­menn una því illa, að bæði Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson sitji í ríkis­stjórn fyrir hönd VG. Eins og bent var á hér á Evrópu­vaktinni í gær styrkir það stöðu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu að þeir Jón og Ögmundur sitji báðir í ...

Leiðarar

Óskynsamlegt að leita sérlausna að fordæmi Finna

Hér á landi er látið í veðri vaka, að Finnar hafi fengið varanleg vildarkjör með aðildarsamningi við Evrópu­sambandið á sínum tíma og þar sé að finna fyrirmynd, sem geti dugað okkur Íslendingum. Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hefur endurtekið þetta oftar en einu sinni. Aðrir ESB-aðildarsinnar vitna einnig til Finnlands um sérlausnir.

Pistlar

Andstæðingar ESB þurfa að herða róðurinn

Slagurinn um Ísland og ESB er ekki unninn, þótt vera megi, að sumir andstæðingar aðildar hafi talið svo vera á undanförnum mánuðum, þegar andstæðingar aðildar hafa haft byr í seglin. Þetta kemur skýrt fram í niðurstöðu skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið segir frá í dag og gerð var af Capacent Gallup fyrir samtök aðildarsinna.

Í pottinum

Getur þetta verið þín forgangsröðun - Guðbjartur??

Guðbjartur Hannesson, hinn nýi velferðar­ráðherra, sagði þegar hann tók við embætti í dag að helzta verkefni hans væri sameining ráðuneyta. Getur þetta verið rétt, Guðbrandur?

Yfirtöku Alþýðubandalags á Alþýðu­flokki endanlega lokið

Við stofnun Samfylkingar gekk hluti Alþýðubandalagsins til samstarfs við Alþýðu­flokkinn og Kvennalista í nýjum stjórnmála­flokki. Trúnaðarmenn Alþýðu­flokksins hafa alltaf átt erfitt uppdráttar í Samfylkingunni.

Steingrímur - hefur Jón Bjarnason gert eitthvað af sér?

Krafa Samfylkingar um að ráða ráðherravali Vinstri grænna kemur ekki á óvart. Þannig er Samfylkingin.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS