« 2. september |
■ 3. september 2010 |
» 4. september |
Jóhanna til Færeyja - makríldeilan á dagskrá
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, verður í Færeyjum í byrjun næstu viku, að sögn færeyska útvarpsins. Færeyingar og Íslendingar eiga nú í stórdeilu við framkvæmdastjórn ESB og Norðmenn vegna makríls og ákvarðana sinna um einhliða makrílkvóta, eftir að fiskurinn færði sig norðar í Atlantshafi en áður og inn í lögsögur landanna.
Áform um stefnuræðu Barrosos sæta gagnrýni - vill bæta ESB-ímyndina
José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar ESB, hefur ákveðið að flytja árlega stefnuræðu í því skyni að bæta ímynd og auka almannatengsl framkvæmdastjórnarinnar.
Næstum íslaus leið fyrir norðan Rússland - siglir skútu í kringum pólinn
Börge Ousland. norskur heimskautafari, hefur siglt 31 feta skútu sinni í gegnum norðausturleiðina í Norður-Íshafi, það er fyrir norðan Rússland, án þess að verða fyrir teljandi töfum vegna íss.
Alþjóðamálastofnun HÍ heldur 13 fundi um ESB- enginn fjallar um helztu gagnrýni í umræðum hér
Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknarsetur um smáríki við Háskóla Íslands hefur kynnt vikulega hádegisfundaröð þar sem fræðimenn kynna rannsóknir sínar á málefnum Evrópu og Evrópusambandsins.
Harður andstæðingur Icesave og ESB-aðildar í ríkisstjórn
Tvennt er jákvætt við þær breytingar, sem Jóhanna Sigurðardóttir gerði á ríkisstjórn sinni í gær. Í fyrsta lagi er gott að ráðherrum er fækkað og sjálfsagt hægt að ganga lengra á þeirri braut. Í öðru lagi styrkist staða yfirlýstra andstæðinga aðildar Íslands að ESB innan ríkisstjórnarinnar.
Eru gömlu kratarnir dauðir úr öllum æðum?
Með breytingum á ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur forystumönnum stjórnarflokkanna tekizt að sá frækornum óánægju, sem geta átt eftir að vaxa og dafna. Það kemur fram í eftirfarandi: Fulltrúar gamla Alþýðuflokksins innan Samfylkingar hafa verið þurrkaðir út úr ríkisstjórn.
Söngvaskáld slær feilnótu um ESB
Þorsteinn Eggertsson, rithöfundur og söngvaskáld, ritar grein í Morgunblaðið 3. september til stuðnings aðild Íslands að Evrópusambandinu. Telur hann, að Íslendingar búi við of mikil bandarísk áhrif vegna kvikmynda og sjónvarps. Vill hann sporna við þessum áhrifum með nánari tengslum við Evrópu. ...
Misnotkun Háskóla Íslands og stofnana hans í þágu ESB
Háskóli Íslands er háskóli allra landsmanna. Kostnaður við rekstur hans og laun starfsmanna eru greidd af skattfé allra landsmanna. Það er ekki hægt að láta einstaka starfsmenn Háskóla Íslands komast upp með að misnota nafn skólans og aðstöðu þar í þágu eigin skoðana. Það er augljóslega að gerast, þegar horft er til fyrirlestrahalds á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands.