Mánudagurinn 25. janúar 2021

Þriðjudagurinn 7. september 2010

«
6. september

7. september 2010
»
8. september
Fréttir

Barroso: Evrópa verði alþjóðafl - efnahagur betri en fyrir ári

José Manuel Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB, sagði í fyrstu stefnuræðu sinni í ESB-þinginu 7. september, að Evrópu­sambandið ætti að gegna hlutverki á alþjóða­vettvangi í samræmi við efnahagslegan mátt sinn. Þess væri beðið, að Evrópa léti að sér kveða í alþjóða­málum, ekki sem 27 ríki heldur m...

Fallið frá því að sekta ESB-þingmenn

Forsætis­nefnd ESB-þingsins féll frá öllum hugmyndum um að sekta þingmenn, ef þeir yrðu ekki í þingsalnum og hlustuðu á José Manuel Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar ESB, flytja fyrstu stefnuræðu sína í þinginu að morgni þriðjudagsins 7. september. Jerzy Buzek, forseti ESB-þingsins, og 14 varafors...

Lilja Móses­dóttir: Segjum upp samningnum við AGS

Lilja Móses­dóttir, alþingis­maður Vinstri grænna leggur til í grein í Fréttablaðinu í dag, að samningi Íslands við Alþjóða gjaldeyris­sjóðinn verði sagt upp áður en til 3. endurskoðunar komi. Þingmaðurinn segir, að upphaflega hafi samningurinn við AGS átt að renna út 30. nóvember n.k. en hann hafi v...

Leiðarar

Ætlar forysta ASÍ að lifa áfram í evru-blekkingunni?

Bjarni Már Gylfason, hag­fræðingur Samtaka iðnaðarins, var að því spurður á vefsíðu samtakanna í síðustu viku, hvað þyrfti að gera til að snúa þróun efnahagsmála þjóðar­innar til betri vegar. Hann svaraði, að fyrst bæri að leggja til hliðar allar hugmyndir um frekari skattahækkanir, frekar ætti að lækka skatta.

Pistlar

Um „þjóðrembu“ og þjóðleg gildi

Eitt af því, sem stuðningsmenn aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu halda fram er að andstæðingar aðildar séu eins konar þjóðernislegir einangrunarsinnar, sem sjái fjandann í öllum hornum, þar sem útlendingar eru, vilji engin samskipti eiga við önnur lönd, sem máli skipta, séu haldnir hugarórum um samsæri nágrannaþjóða okkar fyrir og eftir hrun og þar af leiðandi þjóðhættulegir menn.

Evrópu­sambandið og orðspor Íslands

Farið var af stað með umsókn ríkis­stjórnar­innar um inngöngu í Evrópu­sambandið með slíkum annmörkum að það gat aldrei orðið farsælt ferðalag.

Í pottinum

Hvenær varð Sjálfstæðis­flokkurinn leiðtoginn í lífi Svavars Gestssonar?!

Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra þolir ekki að hafa skrifað undir samning, sem hefði lagt hundruð milljarða byrði á íslenzku þjóðina.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS