Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Miðvikudagurinn 8. september 2010

«
7. september

8. september 2010
»
9. september
Fréttir

Prófessor við UCLA: Norðurslóðir segull framtíðar

Hlýnun jarðar leiðir til þess að borgir á norðurhveli jarðar, í Kanada og á Norðurlöndunum, fá stóraukið efnahagslegt gildi auk þess að draga til sín sífellt fleira fólk frá öðrum löndum.

Sígaunar valda deilum á ESB-þinginu

Ítalska lög­reglan vinnur markvisst að því að rífa búðir Sígauna við Mílanó og Róm og flytja suma þeirra í bráðabirgðahúsnæði.

Stieglitz: sterkt aðhald leiðir til efnahagsleg ófarnaðar

Joseph Stieglitz, Nóbelsverðlauna­hafinn í hagfræði, sem er Íslendingum að góðu kunnur hefur ítrekað þá skoðun sína, að mikið aðhald í ríkisútgjöldum leiði til efnahagslegs ófarnaðar að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Hann telur að sú stefna leiði til lengri kreppu og langvarandi þjáninga fólks.

Nýjar áhyggjur af stöðu evrunnar og evru­svæðisins

Nýjar áhyggjur hafa vaknað um stöðu evrunnar og fjárhagsstöðu evru­svæðisins samkvæmt fréttum euobserver í morgun. Í gær lækkaði gengi evrunnar og ávöxtunarkrafa á skulda­bréfum Grikklands, Írlands og Portúgals hækkaði mjög.

Leiðarar

Eru Vinstri grænir að breytast í já-já-nei-nei flokk?

Á næstu vikum kemur í ljós, hvort Vinstri grænir standa við eitthvað af því, sem þeir hafa sagt um Ísland og ESB eða hvort þeir eru að breytast í nokkurs konar já-já-nei-nei flokk. Mælikvarðinn á það er mjög einfaldur.

Í pottinum

Ögmundur „man ekki“ og „kannast ekki við“

Nú fór í verra! Ögmundur Jónasson man ekki, hvort hugmyndir hafi verið uppi um, að gera Svavar Gestsson að aðalsamningamanni Íslands í viðræðum við Evrópu­sambandið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Ég man ekki eftir þessu“, segir Ögmundur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Auðvitað er ekki hægt að krefjast þess að stjórnmálamenn muni allt.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS