« 7. september |
■ 8. september 2010 |
» 9. september |
Prófessor við UCLA: Norðurslóðir segull framtíðar
Hlýnun jarðar leiðir til þess að borgir á norðurhveli jarðar, í Kanada og á Norðurlöndunum, fá stóraukið efnahagslegt gildi auk þess að draga til sín sífellt fleira fólk frá öðrum löndum.
Sígaunar valda deilum á ESB-þinginu
Ítalska lögreglan vinnur markvisst að því að rífa búðir Sígauna við Mílanó og Róm og flytja suma þeirra í bráðabirgðahúsnæði.
Stieglitz: sterkt aðhald leiðir til efnahagsleg ófarnaðar
Joseph Stieglitz, Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, sem er Íslendingum að góðu kunnur hefur ítrekað þá skoðun sína, að mikið aðhald í ríkisútgjöldum leiði til efnahagslegs ófarnaðar að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Hann telur að sú stefna leiði til lengri kreppu og langvarandi þjáninga fólks.
Nýjar áhyggjur af stöðu evrunnar og evrusvæðisins
Nýjar áhyggjur hafa vaknað um stöðu evrunnar og fjárhagsstöðu evrusvæðisins samkvæmt fréttum euobserver í morgun. Í gær lækkaði gengi evrunnar og ávöxtunarkrafa á skuldabréfum Grikklands, Írlands og Portúgals hækkaði mjög.
Eru Vinstri grænir að breytast í já-já-nei-nei flokk?
Á næstu vikum kemur í ljós, hvort Vinstri grænir standa við eitthvað af því, sem þeir hafa sagt um Ísland og ESB eða hvort þeir eru að breytast í nokkurs konar já-já-nei-nei flokk. Mælikvarðinn á það er mjög einfaldur.
Ögmundur „man ekki“ og „kannast ekki við“
Nú fór í verra! Ögmundur Jónasson man ekki, hvort hugmyndir hafi verið uppi um, að gera Svavar Gestsson að aðalsamningamanni Íslands í viðræðum við Evrópusambandið. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. „Ég man ekki eftir þessu“, segir Ögmundur í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Auðvitað er ekki hægt að krefjast þess að stjórnmálamenn muni allt.