Miðvikudagurinn 27. janúar 2021

Fimmtudagurinn 9. september 2010

Fréttir

ESB-þingið ver dvöl Sígauna - Frakkar segjast hafa þingið að engu

ESB-þingið krafðist þess í ályktun sinni 9. september, að frönsk stjórnvöld hættu „tafarlaust“ að reka Sígauna úr landi. Eric Bresson, innflytjenda­ráðherra Frakka, sem sat fundi í Búkarest með fulltrúum rúmenskra stjórnvalda, sagði, að það „kæmi ekki til álita“ að orðið yrði við kröfu þingsins. Í á...

ESB-dómstóllinn: Þýska happdrættislöggjöfin gegn ESB-lögum

ESB-dómstóllinn í Lúxemborg hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisrekstur á happdrættum, lottó og spilakössum í Þýskalandi brjóti í bága við ESB-lög, enda sé ekki unnt að færa sannfærandi rök fyrir nauðsyn rekisrekstrar á þessu sviði. Dómurinn markar tímamót og er talinn opna leið fyrir einkarekin, erlend spila- og veðmála­fyrirtæki inn á þýskan markað.

OECD: vöxtur að fjara út-þörf frekari örvunaraðgerða

OECD varaði við því í morgun, að nú væri að draga úr þeim efnahagsbata, sem merki hefðu verið um að undanförnu vegna minni hagvaxtar í ríkustu efnahagskerfum heims. Þess vegna væri þörf fyrir örvunaraðgerðir, annað hvort framhald þeirra, sem fyrir væru eða nýjar.

Morgunblaðið: forysta VG blekkti kjósendur

Morgunblaðið segir í forystugrein í dag, að forysta VG sitji uppi með að hafa blekkt kjósendur til fylgis við flokkinn fyrir þingkosningarnar 2009, með því að ganga til kosninga með það að stefnumáli, að Ísland ætti ekki að ganga í Evrópu­sambandið en að þeir hafi jafnframt fyrir kosningar samið um aðildarumsókn við Samfylkingu.

Hjörleifur Guttormsson: Grófari íhlutun um íslensk málefni hefur ekki sést

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og alþingis­maður og einn af stofnendum Vinstri grænna gagnrýnir forystu flokksins harkalega í grein í Morgunblaðinu í dag og spyr í fyrirsögn greinarinnar: Eigum við að trúa þessu um VG-forystuna?

Leiðarar

ESB-niðurlæging vinstri-grænna

ESB-aðildarmálið er stórpólitískt vandamál milli ríkis­stjórnar­flokkanna og innan þeirra. Af þessu leiðir, að engin pólitísk forysta er í málinu af Íslands hálfu. Það stýrir því enginn fyrir hönd ríkis­stjórnar­innar. Utanríkis­ráðuneytið hefur ekkert umboð til að leiða það efnislega í öllum atriðum.

Í pottinum

Átökin í VG eru rétt að byrja-hvað varð um málefnaþingið?

Gagnrýni Hjörleifs Guttormssonar á forystu VG í Morgunblaðinu í dag (sem sagt er frá hér á síðunni) er alvarlegt áfall fyrir Steingrím J. Sigfússon. Hjörleifur er einn af stofnendum VG. Þunga gagnrýni hans á forystu VG vegna svokallaðra stuðningsverkefna Evrópu­sambandsins ber að skoða í ljósi ef...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS