« 10. september |
■ 11. september 2010 |
» 12. september |
Nær helmingur Breta vill yfirgefa ESB
Tæplega helmingur Breta mundi greiða atkvæði með því að yfirgefa Evrópusambandið ef kosið yrði um það í dag eða 47% en 33% segjast mundu greiða atkvæði með áframhaldandi þátttöku. Töluverður mnunur er á afstöðu fólks eftir aldri. Þannig vilja 57% þeirra sem eru 60 ára eða eldri yfirgefa ESB en 31% í aldursflokknum 18-24 ára. Könnun var gerð af YouGov, skoðanakönnunarfyrirtæki í Bretlandi.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svartsýnn
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er svartsýnn á efnahagshorfur í nánustu framtíð að því er fram kemur á BBC í morgun. Sjóðurinn telur að hægi á vexti undir lok þessa árs vegna veikrar stöðu fjármálageirans og vantrúar á stöðu efnahagsmála í einstökum ríkjum. AGS telur, að vandamál á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum séu einn af áhættuþáttunum.
Atli Harðarson: Tölum af meiri hreinskilni um ESB
Atli Harðarson, heimspekingur og kennari, hvetur til þess í grein í Morgunblaðinu í dag, að umræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði hreinskilnari og opinskárri.
Hvorki gætt hagsmuna í landbúnaði né sjávarútvegi gagnvart ESB
Sérfræðingar ESB eru teknir til við að heimsækja landið til að leggja línur og setja stjórnsýslunni lífsreglur. Þeir hittu meðal annars forystumenn Bændasamtaka Íslands í byrjun vikunnar.
Náum engum árangri nema með breyttri stjórnskipan
Þótt ekkert verði fullyrt um, hver reynslan verður af fyrirhuguðu stjórnlagaþingi er þó ljóst, að nokkuð víðtæk samstaða er að nást um tvenns konar breytingar á stjórnarskránni. Önnur er sú, að það vald eigi ekki að vera í höndum forseta Íslands, hvort leggja eigi mál undir þjóðaratkvæði heldur í höndum þings og þjóðar.
„Bráðum á að dimma og þá kanna að hitna í kolunum“
Nánasti bandamaður Steingríms J. Sigfússonar og Jóhönnu Sigurðardóttur við stjórn efnahagsmála á Íslandi – Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn – fær harða útreið í grein eftir Einar Má Guðmundsson, rithöfundi í Sunnudagsmogganum í dag. Einar Már segir m.a.: “Það er ákveðin kaldhæðni, að allt í einu ...