« 11. september |
■ 12. september 2010 |
» 13. september |
Tyrkir vilja ekki annað en ESB-aðild
Utanríkisráðherrum umsóknarríkja var boðið að sitja óformlegan fund með utanríkisráðherrum ESB-ríkja að morgni laugardagsins 11. september í Brussel. Ekki hafa borist neinar fregnir um, að Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Íslands, hafi sótt þann fund. Ahmet Davutoglu, utanríkisráðherra Tyrkj...
Milli 15 og 20 þúsund mótmælendur gengu um götur Þessalóníku í Grikklandi í gær til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum grísku ríkisstjórnarinnar í aðgerðum, sem skipulagðar voru af verkalýðshreyfingunni. Mótmælin voru að mestu friðsamleg en lögreglan varð þó að beita táragas á einhverja litla hópa.
FT: Eftirlitsaðilar hafi pólitískan stuðning til að gera banka að óvinum sínum
Stofnanir, sem sjá um eftirlit með bankastarfsemi hafa fengið meira vald til þess að halda bönkunum í böndum segir í forystugrein Financial Times í gær, laugardag, en þær verða að fylgja þessu valdi eftir. Til þess að gera það verða þær að hafa pólitískan stuðning til þess að gera bankana að óvinum sínum, segir blaðið ennfremur.
Til þess að „sefa óánægju almennings“??
Pressan.is segir í dag, að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hafi svarað spurningu um skýrslu þingmannanefndar Atla Gíslasonar þess efnis, hvort hún teldi að skýrslan mundi „sefa óánægju almennings“ á þennan veg: „Já til þess var hún gerð að hluta til....“ Getur verið að forsætisrá...