Þriðjudagurinn 19. janúar 2021

Sunnudagurinn 12. september 2010

«
11. september

12. september 2010
»
13. september
Fréttir

Tyrkir vilja ekki annað en ESB-aðild

Utanríkis­ráðherrum umsóknarríkja var boðið að sitja óformlegan fund með utanríkis­ráðherrum ESB-ríkja að morgni laugardagsins 11. september í Brussel. Ekki hafa borist neinar fregnir um, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra Íslands, hafi sótt þann fund. Ahmet Davutoglu, utanríkis­ráðherra Tyrkj...

Mótmæli í Þessalóníku

Milli 15 og 20 þúsund mótmælendur gengu um götur Þessalóníku í Grikklandi í gær til þess að mótmæla aðhaldsaðgerðum grísku ríkis­stjórnar­innar í aðgerðum, sem skipulagðar voru af verkalýðshreyfingunni. Mótmælin voru að mestu friðsamleg en lög­reglan varð þó að beita táragas á einhverja litla hópa.

FT: Eftirlitsaðilar hafi pólitískan stuðning til að gera banka að óvinum sínum

Stofnanir, sem sjá um eftirlit með bankastarfsemi hafa fengið meira vald til þess að halda bönkunum í böndum segir í forystugrein Financial Times í gær, laugardag, en þær verða að fylgja þessu valdi eftir. Til þess að gera það verða þær að hafa pólitískan stuðning til þess að gera bankana að óvinum sínum, segir blaðið ennfremur.

Í pottinum

Til þess að „sefa óánægju almennings“??

Pressan.is segir í dag, að Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, hafi svarað spurningu um skýrslu þingmanna­nefndar Atla Gíslasonar þess efnis, hvort hún teldi að skýrslan mundi „sefa óánægju almennings“ á þennan veg: „Já til þess var hún gerð að hluta til....“ Getur verið að forsætisrá...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS