Sunnudagurinn 8. desember 2019

Þriðjudagurinn 14. september 2010

«
13. september

14. september 2010
»
15. september
Fréttir

Frakkar segja Sígauna-afstöðu ESB þings og framkvæmda­stjórnar hræsni

Evrópu­mála­ráðherra Frakklands sakar framkvæmda­stjórn ESB um „hræsni“ í afstöðu sinni til franskra stjórnvalda vegna brottvísunar Síguna og segir frönsku þjóðina gæta sáttmála ESB. Ráðherrann var stóryrtur í garð ESB-þingsins og framkvæmda­stjórnar­innar í Brussel mánudaginn 13. september. Þegar Pierr...

Þýzku bankarnir þurfa 100 milljarða evra í nýju fé

Brezka vikuritið The Economist telur, að Baselfundurinn, sem setti bönkum nýjar reglur um eigið fé um helgina hafi sýnt bönkum mikla velvild vegna þess að þeir hafi frest til janúar 2019 til þess að uppfylla skilyrðin.

AP: neikvæðar vísbendingar innan ESB og evru­svæðisins

Þótt framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hafi lýst bjartsýni um þróun hagvaxtar innan ESB og evru­svæðisins á þessu ári eru vísbendingar um neikvæða þróun að því er fram kemur hjá AP-fréttastofunni. Iðnaðarframleiðsla á evru­svæðinu staðnaði í júlí, trú þýzkra fjárfesta á framtíðina snarminnkaði núna í september.

ESB hótar Frökkum málsókn vegna brottvísunar Sígauna

Framkvæmda­stjórn ESB hótaði þriðjudaginn 14. september að höfða mál gegn ríkis­stjórn Frakklands vegna aðgerða hennar gegn Sígaunum í Frakklandi. Líkti hún meðferð þeirra við brottflutning fólks á tímum síðari heimsstyrjaldarinnar. Vivian Reding, sem fer með dómsmál innan framkvæmda­stjórnar ESB, vei...

Hörð gagnrýni eftirlitsaðila á fjögur stór endurskoðunar­fyrirtæki í Bretlandi

Fjögur stór endurskoðunar­fyrirtæki liggja undir harðri gagnrýni eftirlitsaðila í Bretlandi, sem telja, að fyrirtækin verði að bæta siðferðisstaðla sína og segja, að eftirsókn eftir verkefnum, sem gæfu vel af sér hefði truflað dómgreind þeirra í mati á reikningsskilum fyrirtækja.

Le Monde stefnir Sarkozy fyrir aðför að heimildarmönnum blaðsins

Franska dagblaðið Le Monde hefur stefnt Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, fyrir að nota leyniþjónustu landsins til að finna heimildarmenn blaðsins. Sarkozy hafnar þessum ásökunum harðlega.

AGS:Hætta á þjóð­félags­árekstrum í kjölfar fjármálakreppunnar

Bandaríkin og Bretland standa frammi fyrir verstu kreppu atvinnuleysis síðan á árum Kreppunnar miklu upp úr 1930. Þetta ástand getur leitt til þjóð­félags­árekstra að mati Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins. Þetta kom fram á ráð­stefnu um atvinnuleysi, sem haldin hefur verið í Osló og Evrópu­vaktin hefur sa...

Leiðarar

Norðmenn vilja alls ekki í Evrópu­sambandið

Norska ríkis­stjórnin hefur ESB-aðild ekki á stefnuskrá sinni. Því var spáð á sínum tíma, að hið eina, sem gæti komið ESB-aðildarumræðu af stað á ný í Noregi, væri ESB-umsókn af Íslands hálfu. Þessi umsókn liggur nú fyrir.

Í pottinum

Rýtingarnir eru á lofti - en ESB-vélin heldur áfram að mala

Á meðan alþingis­menn rífast innbyrðis um hverja eigi að draga fyrir landsdóm og hverja ekki og svo margir rýtingar á lofti í þing­flokki Samfylkingar að ekki verður tölu á komið, þótt flestir virðist í eigu Össurar, heldur ESB-vélin áfram að leggja undir sig íslenzka stjórnkerfið og er fegin að fá frið frá fjölmiðla­athygli við það verk.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS