Sunnudagurinn 7. mars 2021

Fimmtudagurinn 16. september 2010

«
15. september

16. september 2010
»
17. september
Fréttir

„Ofsafengin“ orðaskipti um Sígauna á fundi leiðtogaráðs ESB

Andrúmsloft var rafmagnað, þegar leiðtogar ESB-ríkja komu saman til fundar í Brussel fimmtudaginn 16. september að sögn franska blaðsins Le Monde. Í loftinu lá spenna vegna hinna hörðu orðaskipta undanfarna sólarhringa um brottvísun Sígauna frá Frakklandi. Þar sem til árekstra hefur komið milli fram...

Fljótara Norðurleiðna en vænst var

MV Nordic Barents, fyrsta skipið, undir öðrum fána en rússneskum, til að flytja lausan farm siglingaleiðina fyrir norðan Rússland milli Evrópu og Asíu, fór um Beringsund að morgni miðvikudags 15. september. Skipið hélt frá Kirkenes í Norður-Noregi hlaðið járngrýti 4. september og tilkynnti skips...

Áherslubreyting hjá framkvæmda­stjóra Samtaka iðnaðarins til ESB-aðildar

Greinileg áherslubreyting hefur orðið í afstöðu framkvæmda­stjóra Samtaka iðnaðarins (SI) til aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu, eftir að Orri Hauksson tók við starfinu af Jóni Steindóri Valdimarssyni um síðustu mánaðamót. Jón Steindór barðist í nafni SI einarðlega fyrir ESB-aðild Íslands, meðal annars með þeim rökum, að hér þyrfti að taka upp evru.

Rússar og Kanadamenn árétta ágreining um yfirráð í N-Íshafi

Sergei Lavrov, utanríkis­ráðherra Rússlands, og Lawrence Cannon, utanríkis­ráðherra Kanada, hittust á fundi í Moskvu fimmtudaginn 16. september til að ræða tvíhliða samskipti ríkja sinna, einkum með hliðsjón af þróun mála á Norðurskautinu og á norðurslóðum. Að fundinum loknum sögðu ráðherrarnir, að b...

Japansbanki selur yen í stórum stíl

Talið er að Japansbanki hafi selt eina trilljón yena í gær til þess að stemma stigu við styrkingu yensins, sem Japanir hafa áhyggjur af að leiði til verðhjöðnunar í Japan. Aðgerðir Japana hafa kallað fram mótmæli í Washington.

ESB vill koma böndum á „villta vestrið“ - þ.e. afleiðuviðskipti

Evrópu­sambandið vinnur nú að því að koma böndum á hið „villta vestur“ alþjóðlegra fjármála­markaða, þ.e. skortsölur og afleiðuviðskipti. Þetta kemur fram í Daily Telegraph. Hugmyndin er að skrá verði allar skortstöður í miðstýrðan gagnabanka og setja sameiginlegan ESB-staðal fyrir öll afleiðuviðs...

Leiðarar

Brestir innan ESB vegna efnahags­stjórnar og Sígauna

Klaus Naumann, fyrrverandi yfirhershöfðingi Þýskalands og formaður hermála­nefndar NATO, sagði í fyrirlestri sínum í Norræna húsinu 13. september, að fjármálakreppann hefði gert þjóðir innhverfari en áður. Þær kysu frekar að líta í eigin barm og huga að eigin afkomu en leggja meira af mörkum til að b...

Pistlar

Samkeppnishæfni aðildarríkja ESB fer minnkandi

Í nýrri könnun World Economic Forum (WEF) kemur fram að samkeppnishæfni aðildarríkja ESB hefur minnkað. Stofnunin telur, að Sviss sé samkeppnishæfasta land heims. Samkeppnishæfustu aðildarríki ESB eru Svíþjóð sem er næst samkeppnishæfasta land heims, Þýskaland sem er fimmta, Finnland sem er sjöunda, Holland sem er áttunda og Danmörk sem er níunda.

Í pottinum

Yfirlýsing Kristrúnar-fundir Alþýðu­flokksmanna-Samfylking byrjuð að sundrast

Yfirlýsing Kristrúnar Heimisdóttur, aðstoðar­manns Árna Páls Árnasonar, viðskipta­ráðherra, sem Morgunblaðið segir frá í dag að Kristrún hafi birt á Fésbókarsíðu sinni vekur athygli. Kristrún svarar þar játandi að tími sé kominn á nýtt kvennaframboð. Þar sem Kristrún er, má ganga út frá sem vísu, að Ingibjörg Sólrún Gísla­dóttir sé ekki langt undan.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS