Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Föstudagurinn 24. september 2010

«
23. september

24. september 2010
»
25. september
Fréttir

Sigldu skútu kringum Norðurpólinn á innan við þremur mánuðum

Norska landkönnuðinum Børge Ousland og áhöfn hans hefur tekist að sigla umhverfis Norðurpólinn í einni lotu. Þeir voru innan við þrjá mánuði að sigla 31 feta skútunni Norðaustur- og Norðvestur-leiðina, það er bæði fyrir norðan Rússland og Kanada.

ESB gagnrýnir harðlega nýtt ferðamannagjald Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnvöld innheimta nú 14 dollara (1610 ISK) komugjald af ferðamönnum frá ESB-ríkjum, sama regla gildir um ferðamenn frá Íslandi. Gjaldtakan hefur vakið hörð viðbrögð hjá framkvæmda­stjórn ESB, sem hugar að gagnaðgerðum að sögn vefsíðunnar EUobserver.

Á launum hjá ESB í 3 ár eftir starfslok

Meðlimir framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins fá um 20 þúsund evrur á mánuði í laun eða rúmlega 3 milljónir íslenzkra króna auk hagstæðra eftirlaunasamninga að því er fram kemur á BBC í morgun. En þar að auki fá þeir hluta launa greidd í 3 ár eftir að þeir hætta störfum í framkvæmda­stjórninni. Þessar greiðslur nema um 40%-65% af grunnlaunum meðlima framkvæmda­stjórnar.

Þrengt að Evrópu­ríkjum í stjórn AGS

Fulltrúi Brasilíu í stjórn AGS krefst þess í grein í Financial Times í dag að Evrópu­ríkin láti af hendi eitthvað af sætum sínum í stjórn Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins en Evrópu­ríkin hafa nú 9 stjórnar­sæti af 24. Þannig hefur þetta verið frá árinu 1945, þegar sjóðurinn var stofnaður. Ný ríki gera nú...

Skuldatryggingaálag á írska banka nálgast þá íslenzku fyrir hrun

Skuldatryggingaálag á írska banka er að nálgast það sama og var á íslenzku bönkunum skömmu fyrir fall þeirra, segir Daily Telegraph í dag. Það er komið í 955 punkta fyrir Anglo Irish Bank, 615 punkta fyrir Allied Irish og 530 fyrir Bank of Ireland. Í fyrsta sinn útilokar Lenihan, fjármála­ráðherra Írlands ekki að eigendur skulda­bréfa írsku bankanna verði að taka á sig einhvern skell.

Fjármála­markaðir bregðast illa við vanda Íra-evran féll-skulda­bréf kolféllu

Fréttir um að samdráttur hafi orðið í írsku efnahagslífi á öðrum ársfjórðungi þessa árs hafa vakið mikla athygli og áhyggjur. Í gær var skýrt frá því, að samdrátturinn nemi 1,2% af vergri landsframleiðslu miðað við fyrsta ársfjórðung en sér­fræðingar höfðu spáð 0,5% vexti á öðrum ársfjórðungi. Fjármnála­markaðir tóku þessum tíðindum illa. Evran féll í verði og írsk skulda­bréf kolféllu.

Mótmæli um allt Frakkland-en minni en áður

Í gær var efnt til mótamæla um allt Frakkland til þess að mótmæla því að eftirlaunaaldur verði hækkaður úr 60 árum í 62 ár.

Leiðarar

Hvernig skýrir Össur vanda Íra?

Talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópu­sambandið og taki upp evru sem gjaldmiðil þögn uðu um skeið sl. vor, þegar í ljós kom að evran og aðild að ESB hafði ekki komið í veg fyrir að Grikkland lenti í svo stórfelldum efnahagsvanda að ríkið hefði orðið gjaldþrota ef ekki hefði komið til sameiginleg aðstoð frá Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum og Evrópu­sambandinu.

Pistlar

Borgar­stjóri Moskvu sætir stórárásum frá fjölmiðlum Kremlarvaldsins

Hörð valdabarátta er nú háð milli Júrís M. Luzhkovs, borgar­stjóra í Moskvu, og Dmitris A. Medvedevs, forseta Rússlands. Luzhkov hefur notið mikilla vinsælda sem borgar­stjóri í 18 ár og staðið af sér allar ásakanir um spillingu, þrátt fyrir að eiginkona hans hafi orðið auðugusta kona Rússlands vegna...

Í pottinum

Ólafur Ragnar í forystu Samfylkingar?

Nánir vinir og aðdáendur Ólafs Ragnars Grímssonar telja, að hann hyggist feta í fótspor Pútíns, forsætis­ráðherra Rússlands, sem hvarf úr forsetaembætti, þegar hann gat ekki gegnt því lengur vegna stjórnar­skrárákvæða, sem setja takmarkanir á hversu lengi einstaklingur má gegna forsetaembætti í Rússlandi en settist í stól forsætis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS