« 24. september |
■ 25. september 2010 |
» 26. september |
Ed Miliband nýr leiðtogi Verkamannaflokksins
Ed Miliband er nýr leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Joe Borg vekur athygli innan ESB vegna hárra launa
Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsstjóri ESB, sem flutti erindi til stuðnings aðild Íslands að ESB á fundi samtakanna Sterkara Ísland 25. september, sætir nú gagnrýni fyrir að þiggja tvöföld laun, biðlaun sem fyrrverandi sjávarútvegsstjóri og mánaðarlaun hjá Fipra, almannatengslafyrirtæki, sem sérh...
Evrópskur her og aukin hernaðarsamvinna rædd í ESB
Varnarmálaráðherrar ESB-ríkjanna ræddu þörfina fyrir að auka hernaðar- og varnarsamtsarf sitt á fundi sínum í Gent í Belgíu 24. september. Markmið þeirra er að spara milljarði evra Hugmynd um aukið samstarf er tvíþætt. Í fyrsta lagi gætu aðildarríki skipt með sér verkum með sérhæfingu sín á milli. Í...
Meirihluti Dana enn á móti evru
Ný skoðanakönnun á vegum Danske Bank sýnir, að 51,7% Dana mundu hafna evrunni ef atkvæðagreiðsla færi fram um hana núna en 46,6% mundu segja já.
Buiter: ríkisskuldir ekki lengur öruggar
Willem Buiter, aðalhagfræðingur Citigroup, sem samdi ásamt öðrum skýrslu um stöðu íslenzku bankanna vorið 2008, sem sagði fyrir um örlög þeirra, segir í nýrri skýrslu, að ekki sé lengur hægt að telja nokkrar ríkisskuldir öruggar skuldir vegna þess, að það verði stöðugt erfiðara að halda fjárlögum ríkja í böndum.
Skattar hækka á hærri tekjur á Spáni
Spænska ríkisstjórnin hefur lagt fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2011, sem byggir annars vegar á því að hækka skatta á efnafólki og hins vegar 16% niðurskurði á útgjöldum ráðuneyta.
Evruríkin fylgja Bandaríkjunum eftir í minnkandi hagvexti
Evrópa er að fylgja Bandaríkjunum eftir inn í tímabil svo takmarkaðs vaxtar, að hann dugar ekki til að draga úr atvinnuleysi, sem er um 10% í evru-ríkjum, segir Wall Street Jorunal í dag.
Aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingarbanka á dagskrá í Bretlandi
Aðskilnaður viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi er eitt af þeim grundvallaratriðum í rekstri banka, sem ný bankanefnd samsteypustjórnar Íhaldsflokks og Frjálslynda flokksins í Bretlandi hyggzt rannsaka mjög nákvæmlega að því er fram kemur í Guardian í dag. Blaðið segir augljóst, að nefndin muni kafa dýpra í starfsemi banka í Bretlandi en búizt hafði verið við.
Rjúfa ber þing og efna til kosninga
Óvissan í íslenskum stjórmálum minnkar ekki við, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, birtir opinberlega bréf, sem flytur efnislega ábyrgð á því, sem liggur til grundvallar tillögu um ákæru á hendur henni, á herðar Jóhönnu Sigurðardóttur, n...
Greinargerð Ingibjargar Sólrúnar sýnir inn í ormagryfju Samfylkingar
Tvennt vekur mesta athygli í greinargerð þeirri, sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sendi þingmönnum í gær.