Laugardagurinn 23. febrúar 2019

Fimmtudagurinn 30. september 2010

«
29. september

30. september 2010
»
1. október
Fréttir

ESB æfir viðbrögð við hryðjuverkum -upplýst um hryðjuverkaáform

ESB hefur æft viðbrögð við hugsanlegri sýkla-árás hryðjuverkamanna á knattspyrnuleiki í Póllandi og Úkraínu. Til æfingarinnar var efnt í sama mund og fréttir bárust um, að al-Kaída hefði skipulagt raunverulegar hryðjuverkaárásir á Bretland, Frakkland og Þýskaland og Norðmenn hefðu handtekið þrjá menn, sem undirbjuggu árásir í Ósló og Kaupmannahöfn.

Lánshæfismat Spánar lækkar

Moody´s hefur lækkað lánshæfismatið á spænskum ríkisskuldum úr Aaa eins og það hefur verið frá 2001 í Aa1 og þar með fært Spán í sama flokk og Fitch hefur gert. Meginástæður Moody´s fyrir þessari ákvörðun eru eftirfarandi: Tak­markaðir vaxta­rmöguleikar á næstum árum. Minnkandi fjárhagsstyrkur spænska ríkisins. Minni tekjuöflunarmöguleikar Spánverja. Þörf fyrir auknar lántökur.

Írsku bankarnir kosta skattgreiðendur 50 milljarða evra

Kostnaður írskra skattgreiðenda vegna björgunar írsku bankanna mun nema tæplega 50 milljörðum evra að því er Brian Lenihan, fjármála­ráðherra Íra upplýsti í morgun. Af þeirri upphæð er kostnaðurinn við Anglo Irish Bank 34 milljarðar evra (í versta falli) og kostnaður vegna Irish Nationwide Building Society nemur 2,7 milljörðum evra.

Gjaldmiðlastríð milli helztu efnahagsvelda

Helztu efnahagsveldi heims heyja nú gjaldmiðlastríð hvert gegn öðru, segir í grein í Daily Telegraph í dag, sem minni á sviptingar á gjaldeyris­mörkuðum á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari. Blaðið segir að öll ríkin reyni nú að lækka verð gjaldmiðla sinna með ýmsum ráðum til þess að bæta samkeppnisstöðu sína gagnvart öðrum.

Leiðarar

Norðurskauts­stefna Íslands felst í ESB-aðild

Þegar litið er til stærðar Íslands og lögsögunnar umhverfis landið, er yfirráða­svæði íslensku þjóðar­inna um 860 þúsund ferkílómetrar. Gildi þess að ráða yfir þessu svæði minnkar ekki heldur eykst með auknum áhuga á nýtingu auðlinda á norðurslóðum.

Í pottinum

Jóhanna segir Ingibjörgu Sólrúnu fara með rangt mál

Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra og formaður Samfylkingar­innar, sagði í viðtali við RÚV í fyrrakvöld, að Ingibjörg Sólrún hefði farið með rangt mál í greinargerð þeirri, sem hún sendi þingmönnum fyrir síðustu helgi.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS