« 30. september |
■ 1. október 2010 |
» 2. október |
Mundell við Pressuna: Þið verðið að velja dollar eða evru til að tengjast
Robert Mundell, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði frá 1999, segir í viðtali við Jón Helga Egilsson, sem birtist á vefsíðunni Pressunni 30. september, að mikilvægt sé fyrir Ísland að binda gjaldmiðil sinn við annað af stærstu efnahagssvæðum heimsins, Bandaríkin eða Evrópu. Helsta vandamál Íslendinga ve...
AGS: aðhald og skattahækkanir auka atvinnuleysi og draga úr vexti
Sérfræðingar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins viðurkenna í nýrri skýrslu, að skattahækkanir og aðhaldsaðgerðir geti til skemmri tíma litið aukið á atvinnuleysi og dregið úr hagvexti.
Joschka Fischer: Evrópa þarf á Tyrkjum að halda
Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkisráðherra Þýzkalands segir í samtali við euobserver í dag, að efnahagslegur raunveruleiki muni breyta afstöðu Þýzkalands, Austurríkis og Frakklands til aðildar Tyrklands að Evrópusambandinu. Þörf Evrópuríkja fyrir yngra vinnuafl muni knýja fram breytta afstöðu.
Vogunarsjóðir hóta Írlandi öllu illu
Vogunarsjóðir, sem eiga skuldabréf á írsku bankana hóta Írlandi nú öllu illu ef írska ríkisstjórnin heldur fast við þá ákvörðun að borga ekki nema markaðsverð fyrir ákveðna tegund af skuldabréfum Anglo Irish Bank en markaðsverðið er nú 23-25% af nafnverði.
Viljum við afhenda Brussel yfirráð yfir fjárlögum íslenzka ríkisins?
Evrópusambandið tekur miklum og örum breytingum eins og eðlilegt er. Stöðnun skilar engu. Hins vegar er mikilvægt fyrir okkur Íslendinga að gera okkur grein fyrir í hverju þessar breytingar eru fólgnar og þá alveg sérstaklega nú þegar aðildarumsókn Íslands liggur fyrir í Brussel – illu heilli.
Haldi mótmælin áfram verður stjórninni ekki sætt
Tveimur árum eftir hrun byrja sömu atburðir að gerast við Alþingishúsið við Austurvöll og urðu undir lok ársins 2008 og í byrjun árs 2009, sem enduðu með því að þáverandi ríkisstjórn Geirs H. Haarde fór frá og efnt var til þingkosninga um vorið. Að slíkir atburðir skuli verða á ný og eiga kanns...
Hvenær kemst Ólafur Ragnar í jarðsamband?
Óskaplega á Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands erfitt með að komast í jarðsamband á Íslandi. Í ræðu hans við þingsetningu, sem var að ljúka var hann enn með hugann við ráðamenn erlendra ríkja, sem hann hefur verið að hitta að máli, bæði í Kína og Rússlandi.
Jón Þór Sturluson: Treysti ekki þingflokki Samfylkingar
Jón Þór Sturluson, fyrrverandi aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar og reyndar á sama tíma sérstakur efnahagsráðgjafi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sagði sig úr Samfylkingunni í fyrradag. Í samtali við RÚV í morgun kvaðst Jón Þór ekki geta borið mikið traust til þingflokks Samfylkingarinn...