« 4. október |
■ 5. október 2010 |
» 6. október |
Sameiginleg þingmannanefnd ESB og Íslands stofnuð
Stofnfundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og Evrópusambandsins var haldinn þriðjudaginn 5. október í Þjóðmenningarhúsinu. Er það liður í aðlögunarferli umsóknarríkis, að ganga til slíks samstarfs við ESB-þingið. Hér hefur sú leið verið farin að sameina EFTA- og Evrópunefndir þingsins í ei...
Moody´s hefur varað Íra við að lánshæfismat írska ríkisins kunni að verða lækkað á ný um eitt stig til viðbótar fyrri lækkun, sem var í júlí.
Kína krefst fleiri sæta í stjórn AGS fyrir ný efnahagsveldi
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, hvatti Evrópusambandsríkin í gær til að láta af hendi fleiri sæti í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en þau hafa boðið fram hingað til. Evrópuríkin hafa nú 8 sæti í stjórn AGS og hafa boðizt til að láta tvö þeirra af hendi til nýrra efnahagsvelda.
Norðmenn leggja niður sendiráð í 5 ríkjum
Norðmenn eru að leggja niður fimm sendiráð í öðrum löndum. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpinu, sem lagt verður fram í dag og Aftenposten segir frá í morgun. Sendiráðin, sem lögð verða niður eru á Fílabeinsströndinni, Kolumbíu, Austur-Timor, Slóveníu og Níkaragúa. Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra, segist hafa verið spurður, hvers vegna Norðmenn leggi niður sendiráð.
Jóhanna skautar yfir ESB-málin - ríkisstjórnin ræður ekki við þau
Í hinni máttlausu stefnuræðu sinni á þingi 4. október vék Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, að ESB-aðildarumsókninni , þegar hún sagði: „Unnið er í Evrópumálum í samræmi við áætlun og á grundvelli vegvísis frá Alþingi. Ég vil sérstaklega fagna virkri þátttöku hagsmunaaðila og félagasamtaka ...
Af hverju vill ESB hafa Ísland innan sinna raða?
Það hlýtur að vekja spurningar hjá hugsandi fólki hvers vegna Evrópusambandið er tilbúið að leggja út í kostnað upp á 217.000.000. til að geta markaðsett sig hér á landi. Það sem komið hefur fram hjá ESB sinnum er að hlutverk sambandsins er að bæta stjórnsýslu aðildaríkja sinna sem og að veita ...
Hvers vegna er Jóhanna að „rétta fram sáttahönd“?-Hún hefur meirihluta!
Jóhanna Sigurðardóttir sagði að loknum umræðum á Alþingi í gærkvöldi, að hún hefði rétt fram sáttahönd í ræðu sinni. Hún mundi kalla formenn flokkanna saman til fundar í dag og það þyrfti að leysa skuldavanda heimilanna. Nú er staðan sú, að það hefur þurft að leysa skuldavanda heimilanna í tvö ár eða frá hruni.