Föstudagurinn 5. mars 2021

Þriðjudagurinn 5. október 2010

«
4. október

5. október 2010
»
6. október
Fréttir

Sameiginleg þingmanna­nefnd ESB og Íslands stofnuð

Stofnfundur sameiginlegrar þingmanna­nefndar Íslands og Evrópu­sambandsins var haldinn þriðjudaginn 5. október í Þjóðmenningarhúsinu. Er það liður í aðlögunarferli umsóknarríkis, að ganga til slíks samstarfs við ESB-þingið. Hér hefur sú leið verið farin að sameina EFTA- og Evrópu­nefndir þingsins í ei...

Moody´s sendir Írum viðvörun

Moody´s hefur varað Íra við að lánshæfismat írska ríkisins kunni að verða lækkað á ný um eitt stig til viðbótar fyrri lækkun, sem var í júlí.

Kína krefst fleiri sæta í stjórn AGS fyrir ný efnahagsveldi

Wen Jiabao, forsætis­ráðherra Kína, hvatti Evrópu­sambandsríkin í gær til að láta af hendi fleiri sæti í stjórn Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins, en þau hafa boðið fram hingað til. Evrópu­ríkin hafa nú 8 sæti í stjórn AGS og hafa boðizt til að láta tvö þeirra af hendi til nýrra efnahagsvelda.

Norðmenn leggja niður sendiráð í 5 ríkjum

Norðmenn eru að leggja niður fimm sendiráð í öðrum löndum. Þetta kemur fram í fjárlaga­frumvarpinu, sem lagt verður fram í dag og Aftenposten segir frá í morgun. Sendiráðin, sem lögð verða niður eru á Fílabeinsströndinni, Kolumbíu, Austur-Timor, Slóveníu og Níkaragúa. Jonas Gahr Störe, utanríkis­ráðherra, segist hafa verið spurður, hvers vegna Norðmenn leggi niður sendiráð.

Leiðarar

Jóhanna skautar yfir ESB-málin - ríkis­stjórnin ræður ekki við þau

Í hinni máttlausu stefnuræðu sinni á þingi 4. október vék Jóhanna Sigurðar­dóttir, forsætis­ráðherra, að ESB-aðildarumsókninni , þegar hún sagði: „Unnið er í Evrópu­málum í samræmi við áætlun og á grundvelli vegvísis frá Alþingi. Ég vil sérstaklega fagna virkri þátttöku hagsmunaaðila og félaga­samtaka ...

Pistlar

Af hverju vill ESB hafa Ísland innan sinna raða?

Það hlýtur að vekja spurningar hjá hugsandi fólki hvers vegna Evrópu­sambandið er tilbúið að leggja út í kostnað upp á 217.000.000. til að geta markaðsett sig hér á landi. Það sem komið hefur fram hjá ESB sinnum er að hlutverk sambandsins er að bæta stjórnsýslu aðildaríkja sinna sem og að veita ...

Í pottinum

Hvers vegna er Jóhanna að „rétta fram sáttahönd“?-Hún hefur meirihluta!

Jóhanna Sigurðar­dóttir sagði að loknum umræðum á Alþingi í gærkvöldi, að hún hefði rétt fram sáttahönd í ræðu sinni. Hún mundi kalla formenn flokkanna saman til fundar í dag og það þyrfti að leysa skuldavanda heimilanna. Nú er staðan sú, að það hefur þurft að leysa skuldavanda heimilanna í tvö ár eða frá hruni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS