Föstudagurinn 22. janúar 2021

Miðvikudagurinn 6. október 2010

«
5. október

6. október 2010
»
7. október
Fréttir

Frakkar hvetja til „einstakrar aðgæslu“ í Bretlandi vegna hryðjuverkaógnar

Frönsk stjórnvöld hvöttu 6. október þá, sem ferðast til Bretlands til að sýna „einstaka aðgæslu“ vegna meiri ótta en áður við hryðjuverkaárás þar. Í tilkynningunni segir, að það sé „mjög líklegt“ að ráðist verði á almenn samgöngutæki og ferðamannastaði í Bretlandi. Viðvörunin er birt eftir að uppl...

Læknaskortur á Írlandi - meira en 1000 frá ESB-ríkjum án hæfnismats

Meira en eitt þúsund læknar frá ESB-löndum hafa verið skráðir til starfa á Írlandi, án þess að hafa gengist undir próf í ensku eða hæfnismat, segir í Irish Independent 6. október. Tölurnar eru frá heilbrigðisráði Írlands, sem skráir lækna, sem fá heimild til að starfa í landinu. Ráðið hefur skrifað...

Fullveldissinnar: Tafarlaus lausn á fjárhagsvanda heimila og fjölskyldna

Stjórn Samtaka fullveldissinna hefur sent Evrópu­vaktinni meðf. ályktun til birtingar og fer hún hér á eftir: Það er sorglegt að sjá hvað núverandi ríkis­stjórn, sem hefur verið við völd í nærri tvö ár, hefur sýnt vanda skuldugra heimila lítinn skilning þrátt fyrir mikil loforð.

ESB-aðild jafngildir ekki dauðadómi yfir íslenskri garðyrkju

ESB-aðild jafngildir ekki dauðadómi yfir íslenskri garðyrkju, að mati Hagfræði­stofnunar Háskóla Íslands, hins vegar verði ræktendur og ráðmenn að búa sig undir breytingar á samsetningu innlendrar ræktunar. Grundvöllur til ræktunar verði til staðar í ákveðnum greinum garðyrkjunnar en þó fækki þeim tegundum, sem hægt verði að rækta á arðvænlegan hátt.

ESB-stjóri gerir lítið með hryðjuverkaviðvörun Bandaríkjamanna

Hryðjuverkaviðvörun Bandaríkja­stjórnar vegna yfirvofandi hættu í Evrópu byggist ekki á neinni breytingu í öryggsmálum eða mati og ætti ekki að leiða til þess, að ríkis­stjórnir ESB-landa taki upp nýjar aðferðir til að verjast hryðjuverkaógninni að mati Vivian Reding, dómsmála­stjóra ESB. Á ráð­stefnu ...

Bernanke: róttækur niðurskurður stofnar endurreisn í hættu

Bernanke, aðalbanka­stjóri bandaríska seðlabankans varar við því að róttækar aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla Bandaríkjanna nú geti orðið til þess að stofna í hættu endurreisn efnahagslífsins þar í landi. Í gær var skýrt frá því að fjárlagahalli Bandaríkjanna í ár gæti numið 10% af vergri landsframleiðslu, sem er sambærilegur halli og á síðasta ári.

Leiðarar

Stjórnmálastéttin stendur frammi fyrir valdamissi

Það er svo sem ekkert nýtt að þeir, sem við stjórnvölinn standa eigi erfitt með að átta sig á hvert þjóð­félags­straumarnir stefna. Það á ekki sízt við á miklum krísutímum. Og oft taka málin aðra stefnu, en þeir hinir sömu ætla.

Pistlar

Hvað varð um verkalýðshreyfinguna?-Nýr forystumaður fólksins kemur fram á sjónarsviðið

Hvað ætli hafi orðið um verkalýðshreyfinguna á Íslandi? Sú var tíðin, að hún var það forystuafl, sem beitti sér, þegar talið var vegið að hagsmunum almennings. Á því hefur engin breyting orðið í útlöndum. Það var verkalýðshreyfingin á Spáni, sem beitti sér fyrir allsherjarverkfalli þar í landi í síðustu viku til þess að mótmæla niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda.

Í pottinum

Steingrímur J. leitar skjóls hjá stjórnar­andstöðunni

Kappinn mikli, Steingrímur J. Sigfússon, fjármála­ráðherra, leitar nú skjóls hjá stjórnar­andstöðunni og reynir að fela sig undir pilsfaldi Birgittu Jónsdóttur og hlaupa á bak við Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson! Þetta kom skýrt fram í Kastljósi RÚV í kvöld, þegar Steingrímur...

Er ráðandi stjórnmálastétt á Íslandi ráðþrota?

Er stjórnmálastéttin á Íslandi ráðþrota? Nú er liðið á annan sólarhring frá hinum miklu og sögulegu mótmælum á Austurvelli og enn bryddar ekki á hugmyndum frá stjórnmálastéttinni um raunsæ viðbrögð við þeim augljósu kröfum, sem þar komu fram.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS