« 5. október |
■ 6. október 2010 |
» 7. október |
Frakkar hvetja til „einstakrar aðgæslu“ í Bretlandi vegna hryðjuverkaógnar
Frönsk stjórnvöld hvöttu 6. október þá, sem ferðast til Bretlands til að sýna „einstaka aðgæslu“ vegna meiri ótta en áður við hryðjuverkaárás þar. Í tilkynningunni segir, að það sé „mjög líklegt“ að ráðist verði á almenn samgöngutæki og ferðamannastaði í Bretlandi. Viðvörunin er birt eftir að uppl...
Læknaskortur á Írlandi - meira en 1000 frá ESB-ríkjum án hæfnismats
Meira en eitt þúsund læknar frá ESB-löndum hafa verið skráðir til starfa á Írlandi, án þess að hafa gengist undir próf í ensku eða hæfnismat, segir í Irish Independent 6. október. Tölurnar eru frá heilbrigðisráði Írlands, sem skráir lækna, sem fá heimild til að starfa í landinu. Ráðið hefur skrifað...
Fullveldissinnar: Tafarlaus lausn á fjárhagsvanda heimila og fjölskyldna
Stjórn Samtaka fullveldissinna hefur sent Evrópuvaktinni meðf. ályktun til birtingar og fer hún hér á eftir: Það er sorglegt að sjá hvað núverandi ríkisstjórn, sem hefur verið við völd í nærri tvö ár, hefur sýnt vanda skuldugra heimila lítinn skilning þrátt fyrir mikil loforð.
ESB-aðild jafngildir ekki dauðadómi yfir íslenskri garðyrkju
ESB-aðild jafngildir ekki dauðadómi yfir íslenskri garðyrkju, að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, hins vegar verði ræktendur og ráðmenn að búa sig undir breytingar á samsetningu innlendrar ræktunar. Grundvöllur til ræktunar verði til staðar í ákveðnum greinum garðyrkjunnar en þó fækki þeim tegundum, sem hægt verði að rækta á arðvænlegan hátt.
ESB-stjóri gerir lítið með hryðjuverkaviðvörun Bandaríkjamanna
Hryðjuverkaviðvörun Bandaríkjastjórnar vegna yfirvofandi hættu í Evrópu byggist ekki á neinni breytingu í öryggsmálum eða mati og ætti ekki að leiða til þess, að ríkisstjórnir ESB-landa taki upp nýjar aðferðir til að verjast hryðjuverkaógninni að mati Vivian Reding, dómsmálastjóra ESB. Á ráðstefnu ...
Bernanke: róttækur niðurskurður stofnar endurreisn í hættu
Bernanke, aðalbankastjóri bandaríska seðlabankans varar við því að róttækar aðgerðir til þess að draga úr fjárlagahalla Bandaríkjanna nú geti orðið til þess að stofna í hættu endurreisn efnahagslífsins þar í landi. Í gær var skýrt frá því að fjárlagahalli Bandaríkjanna í ár gæti numið 10% af vergri landsframleiðslu, sem er sambærilegur halli og á síðasta ári.
Stjórnmálastéttin stendur frammi fyrir valdamissi
Það er svo sem ekkert nýtt að þeir, sem við stjórnvölinn standa eigi erfitt með að átta sig á hvert þjóðfélagsstraumarnir stefna. Það á ekki sízt við á miklum krísutímum. Og oft taka málin aðra stefnu, en þeir hinir sömu ætla.
Hvað varð um verkalýðshreyfinguna?-Nýr forystumaður fólksins kemur fram á sjónarsviðið
Hvað ætli hafi orðið um verkalýðshreyfinguna á Íslandi? Sú var tíðin, að hún var það forystuafl, sem beitti sér, þegar talið var vegið að hagsmunum almennings. Á því hefur engin breyting orðið í útlöndum. Það var verkalýðshreyfingin á Spáni, sem beitti sér fyrir allsherjarverkfalli þar í landi í síðustu viku til þess að mótmæla niðurskurðaraðgerðum stjórnvalda.
Steingrímur J. leitar skjóls hjá stjórnarandstöðunni
Kappinn mikli, Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, leitar nú skjóls hjá stjórnarandstöðunni og reynir að fela sig undir pilsfaldi Birgittu Jónsdóttur og hlaupa á bak við Bjarna Benediktsson og Sigmund Davíð Gunnlaugsson! Þetta kom skýrt fram í Kastljósi RÚV í kvöld, þegar Steingrímur...
Er ráðandi stjórnmálastétt á Íslandi ráðþrota?
Er stjórnmálastéttin á Íslandi ráðþrota? Nú er liðið á annan sólarhring frá hinum miklu og sögulegu mótmælum á Austurvelli og enn bryddar ekki á hugmyndum frá stjórnmálastéttinni um raunsæ viðbrögð við þeim augljósu kröfum, sem þar komu fram.