« 6. október |
■ 7. október 2010 |
» 8. október |
Einar K. hafnaði aðild að ályktun sameiginlegrar þingmannanefndar ESB og Íslands
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði því á fundi sameiginlegrar nefndar ESB-þingsins og Alþingis í Reykjavík 5. október að standa að ályktun nefndarinnar um aðlögunarviðræður ESB og Íslands og samskipti ESB og Íslands. Tilkynnti hann á fundinum, að hann teldi texta ályktunar...
Geithner: stærstu efnahagsveldin leggi áherzlu á vöxt í stað þess að takmarka hann
Timothy F. Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi í Brookings Institution í gær, að endurreisn efnahagslífs í heiminum væri í hættu ef einstök ríki reyni að koma í veg fyrir endurmat á gjaldmiðli þeirra. Ráðherrann sagði að stærstu efnahagsveldi heims ættu að leggja áherzlu á vö...
Skattahækkanir á Írlandi óhjákvæmilegar segir Cowen
Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands segir, að skattahækkanir séu óhjákvæmilegar eigi Írar að ná niður hallarekstri á fjárlögum úr um 12% (fyrir utan bankaskellinn)niður í 3% af vergri landsframleiðslu á árinu 2014. Það sé hins vegar forsenda fyrir því að Írar geti áfram haft stjórn á eigin mál...
AGS: Breta verða að endurskoða niðurskurð dragi hann um of úr hagvexti
Brezk stjórnvöld verða að endurskoða niðurskurðarstefnu sína komi í ljós, að hún hafi of neikvæð áhrif á hagvöxt í landinu að mati sérfræðinga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þeir vara einnig við því að fasteignaverð í B retlandi geti enn lækkað og telja að eignir séu ofmetnar. Olivier Blanchard, aðalhagfræðingur AGS segir þó að þessi ummæli eigi við um efnahagsmál í öllum þróuðum ríkjum heims.
Toppfundur Kína og ESB endaði með illindum-blaðamannafundi aflýst
Toppfundur forystumanna Kína og Evrópusambandsins endaði með illindum í Brussel í gær. Fyrirhuguðum blaðamannafundi var aflýst og Kínverjar vöruðu Evrópusambandið við því að beita þá of miklum þrýstingi vegna gengis júansins.
Garðyrkja: finnska sérlausnin gildir ekki á Íslandi
Refsistig eru mishá. Þyngsta refsing felst í dauðadómi. Bannað er að beita henni í Evrópu samkvæmt mannréttindasáttmálanum, sem kenndur er við álfuna. Nú hefur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands komist að þeirri niðurstöðu, að aðild Íslands að ESB jafngildi ekki dauðadómi yfir íslenskri garðyrkju.
Árni Þór þegir um meistarasamning sinn við ESB-þingmenn
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis, hefur litið á það sem meginhlutverk sitt, frá því að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir var mynduð að tryggja framgang ESB-aðildar Íslands.