« 10. október |
■ 11. október 2010 |
» 12. október |
Aðeins 9% Tékka hlynntir upptöku evru - hafa aldrei verið færri
Aðeins einn af hverjum tíu Tékkum vill skipta á koruna, mynt landsins, og evrunni.
Norðmenn hefja rannsóknir vegna olíuvinnslu við Jan Mayen
Norska ríkisstjórnin ætlar að verja 10 milljónum norskra króna (200 m. ISK) til umhverfisrannsókna við Jan Mayen til að búa í haginn fyrir hugsanlega olíuvinnslu á svæðinu. Norska olíu- og orkumálaráðuneytið sendi nýlega frá sér tilkynningu um rannsóknirnar og sagðist Teje Riis-Johansen, ráðherra, fagna því, að nú yrði hafist handa við kortleggja hugsanleg vinnslusvæði.
Reiði meðal grískra stjórnmálamanna vegna ummæla Junckers
Costas Simitis, fyrrverandi forsætisráðherra sósíalista í Grikklandi, neitaði að kvöldi sunnudags 10. október, að hafa fengið viðvörun um fyrir nokkrum árum um aðsteðjandi fjármálakrísu í landi sínu frá Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxemborgar og formanni í ráðherraráði evru-ríkjanna. Í vi...
Þjóðstjórn á Írlandi?-Fjárlagastefna undir eftirliti ESB
Á Írlandi (eins og á Íslandi) eru nú umræður um samráð á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstöðu en í tilviki Íra snúast þær umræður um samstöðu allra flokka um fjárlagastefnu næstu fjögurra ára. Brian Cowen, forsætisráðherra Írlands tók ákvörðun um að leggja fyrir stjórnarandstöðuna upplýsingar um efnahagsstöðuna.
Sir Philip Green aðstoðar Cameron við sparnað í ríkisrekstri
Sir Philip Green, breski milljarðamæringurinn, sem á Arcadia og Top Shop, birtir 11. október niðurstöður rannsóknar sinnar á því, hvernig spara megi innan breska stjórnarráðsins. David Cameron, forsætisráðherra, óskaði eftir aðstoð Sir Philips við að leita sparnaðarleiða í ríkisrekstrinum. Samkvæmt ...
Bretar undirbúa sölu ríkiseigna
Cameron, forsætisráðherra Breta undirbýr nú verulega sölu ríkiseigna að því er fram kemur í Daily Telegraph í dag. Hann hefur óskað eftir lista frá hverju ráðuneyti yfir ríkiseignir, sem heyri undir þau ráðuneyti. Talið hefur verið að meta megi eignir ríkisins að lágmarki á 370 milljarða punda en að hámarki á um 500 milljarða punda.
Beita Bandaríkin efnahagslegri kjarnorkusprengju?
Bandaríkin þurfa á mun veikari dollar að halda til þess að koma efnahagsmálum sínum á rétta braut, segir Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph í blaði sínu í dag. Hins vegar eigi önnur ríki erfitt með að takast á við slíka þróun dollars. Fjárfestingar Asíuríkja í framleiðslugetu er orðin meiri en vestræn ríki ráða við. Þess vegna verði Asíuríkin að auka neyzlu sína.
ESB reynir að stöðva orkusölusamning milli Pólverja og Rússa
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gerir nú tilraun til að koma í veg fyrir samkomulag á milli Póllands og rússneska orkufyrirtækisins Gazprom um gassölu til langs tíma, sem að mati framkvæmdastjórnarinnar mundi gera Pólland háð orku frá Rússlandi um langt árabil og draga úr möguleikum á aukinni f...
Viljum við framselja fjármálastjórnina til Brussel?
Umræður okkar Íslendinga um Evrópusambandið snúast ef eðlilegum ástæðum mjög um það sem að okkur snýr og einstök hagsmunamál okkar, svo sem yfirráð yfir auðlindum o.sv. frv. Hins vegar er líka nauðsynlegt fyrir okkur að átta okkur á, hvers konar Evrópusamband það er, sem Alþingi hefur ákveðið me...
Árni Þór umturnast vegna Evrópuvaktarinnar - telur hægri öfgamenn á ferð
Árni Þór Sigurðsson, vinstri-grænn formaður utanríkismálanefndar alþingis, vandar ritstjórum Evrópuvaktarinnar ekki kveðjurnar á flokkssíðu vinstri-grænna, Smugunni, 11. október. Tilefnið er frétt hér á síðunni um sameiginlega samþykkt þingmanna ESB-þingsins og alþingis frá 5. október. Engu er lík...
Samfylkingin er að byrja að liðast í sundur
Samfylkingin er að byrja að liðast í sundur. Óánægjan innan hennar er að magnast. Þetta kemur skýrt fram í grein eftir Guðmund Andra Thorsson, rithöfund í Fréttablaðinu í dag en þar fjallar hann um hvað hefði verið gert hér á Íslandi ef við byggjum við vinstri stjórn. Niðurstaða hans er bersýnilega sú, að fyrsta hreina vinstri stjórnin í nútímasögu Íslands sé ekki vinstri stjórn!