Mánudagurinn 27. júní 2022

Miðvikudagurinn 13. október 2010

«
12. október

13. október 2010
»
14. október
Fréttir

Þorgerður Katrín telur Íslandi best borgið innan ESB - ræðst þó af fiskveiði­stjórn

Þorgerður Katrín Gunnars­dóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðis­flokksins, telur, að pólitískum og efnahagslegum hagsmunum þjóðar­innar sé best borgið innan Evrópu­sambandsins.

Bretar hindruðu bann ESB við olíuvinnslu á úthafinu

Áform innan framkvæmda­stjórnar ESB um að stöðva úthafsborun eftir olíu runnu út í sandinn á síðustu stund vegna andstöðu af hálfu Breta, sem barónessa Catherine Ashton, utanríkis­ráðherra ESB kynnti innan framkvæmda­stjórnar­innar. Englendingar og Skotar vilja ekki, að olíuvinnslu í Norðursjó verði settar skorður.

Bretland: Opinber niðurskurður leiðir til atvinnumissis í einkageiranum

Um 500 þúsund manns í einkageiranum í Bretlandi munu missa vinnu sína vegna fyrirhugaðs niðurskurðar í opinberum útgjöldum þar í landi. Þetta kemur fram í Daily Tedlegraph í dag og er sagt byggt á nýjum rannsóknum. Af þessum fjölda munu um 180 þúsund manns missa vinnu vegna þjónustu, sem hefur verið úthýst til einkafyrirtækja og um 100 þúsund manns í byggingariðnaði.

Írskur hag­fræðingur: AGS hefur enga þekkingu á samfélögum, sem sjóðurinn aðstoðar

Hag­fræðingur við Háskólann í Dublin, Joe Durkan að nafni, lýsti þeirri skoðun á ráð­stefnu á Írlandi að það væri ógnvænlegt að hugsa til þess að Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn kæmi Írum til aðstoðar. Hann kvaðst hafa fylgzt með störfum sjóðsins í Nígeríu. Það væri ljóst, að hann þvingaði fram aðgerðir án þess að hafa nokkra þekkingu á viðkomandi sam­félagi og afleiðingum slíkra aðgerða.

Allsherjar mótmæli í Frakklandi-3,5 milljónir manna taka þátt

Talið er að um 3,5 milljónir manna hafi tekið þátt í mótamælafundum og mótmælagöngum um allt Frakkland til þess að mótmæla þeim áformum stjórnvalda að hækka eftirlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár. Fyrir 15 árum var talið að um tvær milljónir manna hefðu tekið þátt í sambærilegum mótmælum af sama tilefni. Þá gáfust stjórnvöld upp við þá fyrirætlan að hækka eftirlaunaaldur.

Leiðarar

Frábær grein Steingríms J. - frá árinu 2002

Steingrímur J. Sigfússon, þá og nú formaður Vinstri grænna, skrifaði frábæra grein í Morgunblaðið hinn 15. marz árið 2002 um Evrópu­sambandið og hugsanlega umsókn Íslands um aðild að því. Í grein þessari sagði Steingrímur m.a.: “Eitt af því, sem sífellt glymur í eyrum í áróðri þeirra (þ.e. þe...

Í pottinum

Árni Þór fær kaldar kveðjur á Smugunni

Árni Þór Sigruðsson, alþingis­maður Vinstri grænna, sem sakar Evrópu­vaktina um „þjóðernisöfgar“ fær kaldar kveðjur frá þeim, sem skrifa á vefsíðu Smugunnar: Vésteinn Valgarðsson segir: “Árni, greiddir þú ekki atkvæði með því þann 16. júlí 2009 að það yrði sótt um aðild að Evrópu­sambandinu?...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS