« 14. október |
■ 15. október 2010 |
» 16. október |
Ánamaðkur veldur usla í forsetaveislu í Kreml
Í kvöldverðarboði til heiðurs Christian Wulff, forseta Þýskalands, í Kreml þriðjudaginn 12. október bar það til tíðinda, að gestur sá ánamaðk skríða á salatdisknum sínum. Hann setti mynd af honum á Twitter og er nú í vandræðum. Dmitri Zelenin, landstjóri Tver Obslat héraðinu, tók mynd af maðkinum, ...
Aðeins 17,9% Íslendinga bera traust til ESB - 53,5 vantreysta sambandinu
Traust Íslendinga til Evrópusambandsins hefur minnkað á þeim árum, sem MMR hefur mælt traust til stofnana innan lands og utan.
Síðasta haftið brotið í lengstu lestargöngum heims - 57 km í Sviss
Föstudaginn 15. október klukkan 12.17 að íslenskum tíma var borað í gegnum síðasta haftið í lengstu neðanjarðargöngum heims. Þau eru 57 km löng í svissnesku Ölpunum og gerð fyrir stórar flutninga- og hraðlestir. Svisslendingar kenna göngin við Gotthard-Basis. Þau munu stytta lestarferð milli Züric...
Damanaki kynnir áherslur í stefnu ESB vegna norðurskautsins
Ég tel, að Evrópusambandið gegni lykilhlutverki á þessu svæði, sagði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins í ræðu á ráðstefnu um framtíð Norðurskautsins í Brussel föstudaginn 15. október. Ráðstefnan var skipulögð af Aspen-stofnuninni í Bandaríkunum, stofnun Alberts II. fursta af Món...
Kínverjar setja upp menntastofnanir í Afríku
Kínverjar auka nú umsvif sín mjög í Afríku að sögn brezka blaðsins The Economist. Í upphafi var litið á umsvif Kínverja í Afríkuríkjum á þann veg, að þeir vildu sýna nýfrjálsum ríkjum Afríku samstöðu í baráttu þeirra við gömul nýlenduveldi. Nú er talið að Kínverjar leggi vaxandi áherzlu á aðgang að auðlindum Afríku.
Andúð á Gyðingum að búa um sig í Ungverjalandi?
Er andúð á Gyðingum að búa um sig í Evrópu á ný? Í grein í þýzka tímaritinu Der Spiegel er vakin athygli á þróun í Ungverjalandi og þá sérstaklega Búdapest, sem bendi til þess. Stjórnmálaflokkur, sem byggir stefnu sína á andúð á Gyðingum náði 16,7% fylgi í síðustu kosningum þar í landi og er þar með orðinn þriðji stærsti flokkur landsins.
Clinton lýsir áhyggjum vegna niðurskurðar til varnarmála í Bretlandi
Hilary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Robert Gates varnarmálaráðherra, hafa bæði lýst yfir áhyggjum vegna áforma Breta um 10% niðurskurð á framlögum til varnarmála. Bandaríkjamenn telja, að með þeim niðurskurði verði herafli Breta á við herafla hinna hernaðarlega veikari ríkja innan Atlantshafsbandalagsins.
Cameron stefnir á meiri niðurskurð en Thatcher
Ríkisstjórn Camerons í Bretlandi hefur tekið allt aðra stefnu í ríkisfjármálum heldur en ríkisstjórn Obama í Bandaríkjunum.
Hinar stóru línur í átökunum um aðild Íslands að ESB eru nokkuð ljósar. Þetta eru átök á milli pólitískrar yfirstéttar, sem hefur gefizt upp við að stjórna landinu og alþýðu manna, sem vill halda sjálfstæði sínu.
SA og SI eru þögnuð-Hvenær þagnar ASÍ?
Það er athyglisvert að fylgjast með þeirri breytingu, sem orðið hefur á afstöðu samtaka ýmissa atvinnugreina til aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Um skeið voru Samtök atvinnulífsins hávær í baráttu fyrir inngöngu. Þau eru nú þögnuð. Um skeið voru Samtök iðnaðarins mjög hávær í baráttu fyrir inngöngu. Þau eru nú þögnuð.