Sunnudagurinn 11. apríl 2021

Laugardagurinn 16. október 2010

«
15. október

16. október 2010
»
17. október
Fréttir

Vanskil húsnæðislána þrefaldast á Írlandi

Eitt af hverjum tuttugu húsnæðislánum er nú í alvarlegum vanskilum á Írlandi að því er fram kemur í Irish Times í dag. Lán í vanskilum hafa þrefaldast á einu ári og skv. athugun Moody´s höfðu 1,28% lána í ágústmánuði sl. verið í vanskilum í meira en eitt ár. Þetta er talið þýða að um 10 þúsund húsnæðislán séu í því sem kallað er full vanskil en sambærileg tala fyrir ári síðan voru 3500 lán.

Murdoch ver fjárstuðning til fyrirtækja

Rupert Murdoch, stjórnar­formaður News Corporation, varði pólitísk framlög fyrirtækisins á ársfundi þess í New York með þeim rökum, að vissar breytingar í Washington væru í þágu þjóðar­hagsmuna og hagsmuna hluthafa. Formaður endurskoðunar­nefndar fyrirtækisins segir, að leitað hafi verð lögfræðilegrar ráðgjafar um þennan fjárstuðning. Frá deilum um málið var sagt hér á Evrópu­vaktinni í gær.

Hitler og Þjóðverjar-sýning í Berlín vekur athygli

Sýning, sem opnuð hefur verið í Berlín og nefnist: Hitler og Þjóðverjar: Þjóð og glæpir, hefur vakið mikla athygli innan Þýzkalands og utan. Á sýningunni eru alls konar hlutir, smáir og stórir, sem eiga að sýna, hvernig Adolf Hitler hafi verið hluti af daglegu lífi fólks í Þýzkalandi þeirra tíma.

Evrópskir jafnaðarmenn vilja samkomulag um útilokun flokka lengst til hægri

Samtök evrópskra jafnaðarmanna vilja gera samkomulag við miðju­flokka og hefðbundna hægri flokka um að útiloka flokka, sem teljast lengst til hægri frá öllum áhrifum í stjórnmálum en fylgi slíkra flokka hefur aukizt umtalsvert í kosningum á seinni árum. Frá þessu segir vefmiðillinn euobserver.

Leiðarar

Alþingi fellur á prófum - þingmenn gangist undir próf

Hafi verið ætlun þingmanna að auka traust þjóðar­innar í sinn garð með því að störfum nefndar Atla Gíslasonar og tillögum um ákærur á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum, hefur sú tilraun gjörsamlega mistekist. Ný könnun sýnir, að aðeins 9% bera traust til alþingis, eftir að þar hefur verið tekist á um landsdómsákærurnar. Hefur álit almennings á þinginu aldrei verið minna.

Í pottinum

Ráðherrastaða Jóns Bjarnasonar er prófsteinninn

Ráðning Bjarna Harðarsonar, sem upplýsinga­fulltrúa í sjávar­útvegs- og landbúnaðar­ráðuneyti mun styrkja stöðu Jóns Bjarnasonar, ráðherra VG og andstæðinga aðildar Íslands að ESB innan stjórnar­ráðsins en jafnframt eru Samfylkingar­menn æfir yfir þeirri ráðningu eins og sjá má m.a. af umfjöllun RÚV...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS