« 21. október |
■ 22. október 2010 |
» 23. október |
Ásmundur Einar: Mikilvægt að snúa ofan af aðlögunarferlinu
Ásmundur Einar Daðason, alþingismaður Vinstri grænna sagði í Kastljós í fyrrakvöld mikilvægt að snúa ofan af aðlögunarviðræðum við Evrópusambandið, þannig að þær yrðu þá alla vega þær umsóknarviðræður, sem lagt hefði verið upp með.
Fine Gael boðar uppskurð á yfirbyggingu írska lýðveldisins
Fine Gael, næst stærsti stjórnmálaflokkur Írlands, sem jafnframt er í stjórnarandstöðu hefur boðað að flokkurinn muni kynna mjög róttækar tillögur um uppskurð á yfirbyggingu írska lýðveldisins. Tillögurnar munu miða að því að draga saman seglin í opinberum umsvifum og gjörbreyta heilbrigðiskerfinu á Írlandi.
Yfirbygging lýðveldanna tveggja
Nú hefur næst stærsti stjórnmálaflokkur á Írlandi, Fian Gael, (sem er í stjórnarandstöðu)tilkynnt að flokkurinn muni leggja fram tillögur á næstunni um róttækasta uppskurð á stjórnkerfinu á Írlandi, sem ráðizt hafi verið í frá stofnun írska lýðveldisins.
Fáum að veiða hvali eins og Svíar hafa „snús“, segir formaður Sterkara Íslands
Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Sterkara Ísland, telur það styrk fyrir Íslendinga að standa höllum fæti, þegar þeir ræði við ESB um aðild. Þá séu meiri líkur en ella til þess, að tekið sé með skilningi á sjónarmiðum íslensku fulltrúanna.