« 25. október |
■ 26. október 2010 |
» 27. október |
Forseti Chile skrifaði bannorð í gestabók þýska forsetans
Sebastian Piňera, forseti Chile, vildi sýna Þjóðverjum sérstakan þakklætisvott, þegar hann var í Berlín á dögunum og skrifaði „Deutschland Über Alles“ ´í gestabók Christians Wulffs, Þýskalandsforseta.
Skattgreiðendur eiga aldrei aftur að bjarga bönkum
Bob Diamond, sem á næsta ári tekur við sem æðsti yfirmaður Barclays banka í Bretlandi segir, að koma verði í veg fyrir, að skattgreiðendur verði nokkurn tíma aftur krafðir um að standa undir tapi banka. Hann segir, að lánardrottnar bankanna og eigendur bankanna verði að axla þær byrðar.
Merwyn King: Lánardrottnar banka beri meiri ábyrgð
Merwyn King, aðalbankastjóri Englandsbanka, sagði á fundi í New York í gær, að lánardrottnar banka yrðu í framtíðinni að bera meiri áhættu og axla útlánatöp og bætti því við að fjármagna yrði banka í ríkara mæli með eigin fé fremur en skammtímaskuldum.
Hjörleifur Guttormsson: VG getur ekki haldið áfram að leika tveim skjöldum
Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að Vinstri hreyfingin-grænt framboð geti hvorki sóma síns vegna né siðferðilega haldið áfram að leika tveim skjöldum í ESB-málinu, eins og flokkurinn geri nú. Hjörleifur segir að það hafi komið fram á málefnaþíngi VG um síðustu helgi að flokkurinn sé einhuga í því að hafna aðild Íslands að Evrópusambandinu.
ESB-skollaleik utanríkisráðuneytisins verður að ljúka
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, brást hart við áskorun 100-menninga meðal vinstri-grænna (VG), sem hvöttu forystumenn flokks síns til að starfa í samræmi við stefnu hans gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu og aðlögunarferlinu, sem hófst með aðildarumsókninni frá alþingi 16. júlí, 2009. ...
ESB-leiðtogar ræða refsireglur fyrir evru-lönd - munu gilda um Ísland
Leiðtogaráð ESB kemur saman til fundar fimmtudaginn 28. og föstudaginn 29. október. Þar verður meðal annars rætt um þá tillögu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, og Nicolas Sarkozys, Frakklandsforseta, að breyta verði Lissabon-sáttmálanum, stjórnarskrá ESB, sem tók gildi 1. janúar 2009. Þau telja, ...
Er ekki nóg að þið Svandís talið saman - Össur?
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra var óðamála í RÚV í gær um mikilvægi erlendra fjárfestinga fyrir Ísland og taldi að með aðild að Evrópusambandinu mundu erlendar fjárfestingar streyma inn í landið.