« 28. október |
■ 29. október 2010 |
» 30. október |
Óraunsæjar hugmyndir Norðmanna og ESB um lausn makríldeilunnar
Íslendingar hafa hafnað makrílkvóta, sem Norðmenn og fulltrúar ESB hafa lagt til að þeir fengju með þeim orðum, að tillagan sé óraunhæf og hún muni ekki leysa fiskveiðideiluna á Norður-Atlantshafi.
Sprengju-bögglar stöðvaðir á leið til Bandaríkjanna - viðvörunarstig hækkað
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði að kvöldi föstudags 29. október að fundist hefði sprengjur í tveimur bögglum, sem voru á leið til Bandaríkjanna frá Jemen. Sprengju-bögglarnir voru upphaflega sendir frá Jemen og áttu að berast til tveggja samkunduhúsa gyðinga í Chicago. Þeir fundust í ...
Merkel fagnar niðurstöðunni um breytingu á Lissabon-sáttmálanum
Þýsk blöð hrósa samkomulaginu sem náðist á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel um að breyta Lissabon-sáttmálanum, stjórnarskrá ESB, á varfærin hátt. Þau lýsa því sem málamiðlun í því skyni að finna varanlegt úrræði til að sporna gegn skuldavanda í framtíðinni.
Íhaldsmenn gagnrýna Cameron fyrir málamiðlun við ESB
David Cameron, forsætisráðherra Breta liggur undir mikilli gagnrýni í Íhaldsflokknum fyrir að fallast á 2,9% hækkun útgjalda ESB á næsta ári. Cameron hafði áður sagt að annað hvort yrði að frysta útgjöld ESB við núverandi stöðu eða skera niður útgjöld. Framkvæmdastjórnin og Evrópuþingið hafði krafizt 5,9% hækkunar.
ESB lokar fyrir innflutning selaafurða
Ríki Evrópusambandsins hafa lokað fyrir innflutning á selaafurðum. Sú ákvörðun hafði verið tekin áður en framkvæmd hennar frestað vegna dómsmála. Nú hefur ESB unnið málið fyrir dómstól og þar með er bann við innflutningi selaafurða komið til framkvæmda.
Sarkozy hótar Reding-segir móðgun við Frakka hafa afleiðingar
Sarkozy, forseti Frakklands, hafði í hótunum við Viviane Reding, fulltrúa Lúxemborgar í framkvæmdastjórn ESB í hádegisverði í Brussel í gær, þar sem framkvæmdastjórnin var saman komin ásamt leiðtogum ESB-ríkjanna. Sarkozy sagði að Reding hefði móðgað Frakkland. Frakkar væru stolt þjóð og það hefði afleiðingar að móðga þá fyrir þá, sem það gerðu.
Líkur á samkomulagi leiðtoga ESB um lítillega breytingu á Lissabon-sáttmálanum
Á fundi leiðtogaráðs ESB virtist að kvöldi fimmtudags 28. október hafa náðst samkomulag um, að breyta verði Lissabon-sáttmálanum en þó aðeins lítillega eða „fínstilla“ hann, eins og það er orðað, til að unnt verði að stofna varanlegan neyðarsjóð fyrir aðildarríkin og setja reglur um, hvernig ríki e...
Getur orðið til „teboðshreyfing“ í íslenzkum stjórnmálaflokkum?
Í næstu viku fara fram þingkosningar í Bandaríkjunum. Úrslit þeirra ráða miklu um vegferð Obama á seinni hluta kjörtímabils hans, sem er að hefjast og jafnframt um möguleika hans til að ná endurkjöri. Athygli manna hefur þó ekki sízt beinzt að svonefndri Teboðshreyfingu innan Repúblikanaflokksins, sem yfirleitt hefur verið talin byggjast á öflum, sem standa lengt til hægri í flokknum.