Mánudagurinn 18. janúar 2021

Mánudagurinn 1. nóvember 2010

«
31. október

1. nóvember 2010
»
2. nóvember
Fréttir

Grískir öfgamenn til vinstri senda böggla-sprengju til Sarkozys

Nicolas Sarkozy, Frakklands­forseti, var meðal þeirra sem átti að fá eina af fjórum böggla-sprengjum, sem fundust í Aþenu mánudaginn 1. nóvember að sögn grísku lög­reglunnar. Sprengja sem átti að fara í sendiráð Mexíkó í Aþenu, sprakk í skrifstofum flutninga­fyrirtækis og særði starfsmann þar. Hinar t...

Stoppum Söruh Palin-herferð í repúblikana­flokknum

Vefritið politico.com, segir að í kjölfar þingkosninganna í Bandaríkjunum muni ráðandi öfl í Repúblikana­flokknum taka höndum saman um að stöðva baráttu Söruh Palin fyrir því að verða útnefnd frambjóðandi flokksins í næstu forsetakosningum. Þeir telji, að hún hafi möguleika á að fá útnefningu en mu...

Sameiginlegur gjaldmiðill: gengisáhætta breytist í áhættu á greiðsluþroti

„Við verðum að hafa í huga tilfinningar fólks, sem setur fram það réttmæta sjónarmið, að fjárfestar verði líka að taka á sig byrðar, ekki bara skattgreiðendur“, segir Angela Merkel, kanslari Þýzkalands að sögn Daily Telegraph í morgun, á leiðtogafundi ESB fyrir helgi.

Bandaríkin horfa til Kína-Evrópu­ríkin til Rússlands

Forráðamenn Evrópu­sambandsins hafa áhyggjur af því hvað Evrópa og samskipti Bandaríkjanna og Evrópu koma lítið við sögu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þeir og aðrir, sem fylgjast með umræðunum vestan hafs telja, að verið geti að Bandaríkin og Evrópu­ríkin séu að fjarlægast hvort annað, Bandaríkjamenn horfi til Kína en Evrópu­ríkin til Rússlands. Þetta kemur fram á euobserver í dag.

Leiðarar

Um grasrót og gaddhesta

Óskaplega hefur það farið fyrir brjóstið á vinstri mönnum, að athygli var vakin á því hér í leiðara Evrópu­vaktarinnar, að Teboðshreyfingin í Repúblikana­flokknum í Bandaríkjunum væri grasrótarhreyfing, sem hefði risið upp vegna óánægju með að Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna hefði sett peninga úr almanna­sjóðum í að bjarga einhverjum fjármála­stofnunum og bílaframleiðendum.

Pistlar

Tifandi sprengjur aftengdar og enn leitað í 26 bögglum í Jemen

Báðar hryðjuverka-sprengjurnar sem fundust í síðustu viku höfðu verið fluttar í farangursými farþegaflugvéla, sem bendir til þess, að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að granda ferðamönnum í stað þess að sprengja „aðeins“ flutningavélar, eins og áður var talið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS