« 31. október |
■ 1. nóvember 2010 |
» 2. nóvember |
Grískir öfgamenn til vinstri senda böggla-sprengju til Sarkozys
Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, var meðal þeirra sem átti að fá eina af fjórum böggla-sprengjum, sem fundust í Aþenu mánudaginn 1. nóvember að sögn grísku lögreglunnar. Sprengja sem átti að fara í sendiráð Mexíkó í Aþenu, sprakk í skrifstofum flutningafyrirtækis og særði starfsmann þar. Hinar t...
Stoppum Söruh Palin-herferð í repúblikanaflokknum
Vefritið politico.com, segir að í kjölfar þingkosninganna í Bandaríkjunum muni ráðandi öfl í Repúblikanaflokknum taka höndum saman um að stöðva baráttu Söruh Palin fyrir því að verða útnefnd frambjóðandi flokksins í næstu forsetakosningum. Þeir telji, að hún hafi möguleika á að fá útnefningu en mu...
Sameiginlegur gjaldmiðill: gengisáhætta breytist í áhættu á greiðsluþroti
„Við verðum að hafa í huga tilfinningar fólks, sem setur fram það réttmæta sjónarmið, að fjárfestar verði líka að taka á sig byrðar, ekki bara skattgreiðendur“, segir Angela Merkel, kanslari Þýzkalands að sögn Daily Telegraph í morgun, á leiðtogafundi ESB fyrir helgi.
Bandaríkin horfa til Kína-Evrópuríkin til Rússlands
Forráðamenn Evrópusambandsins hafa áhyggjur af því hvað Evrópa og samskipti Bandaríkjanna og Evrópu koma lítið við sögu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum. Þeir og aðrir, sem fylgjast með umræðunum vestan hafs telja, að verið geti að Bandaríkin og Evrópuríkin séu að fjarlægast hvort annað, Bandaríkjamenn horfi til Kína en Evrópuríkin til Rússlands. Þetta kemur fram á euobserver í dag.
Óskaplega hefur það farið fyrir brjóstið á vinstri mönnum, að athygli var vakin á því hér í leiðara Evrópuvaktarinnar, að Teboðshreyfingin í Repúblikanaflokknum í Bandaríkjunum væri grasrótarhreyfing, sem hefði risið upp vegna óánægju með að Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna hefði sett peninga úr almannasjóðum í að bjarga einhverjum fjármálastofnunum og bílaframleiðendum.
Tifandi sprengjur aftengdar og enn leitað í 26 bögglum í Jemen
Báðar hryðjuverka-sprengjurnar sem fundust í síðustu viku höfðu verið fluttar í farangursými farþegaflugvéla, sem bendir til þess, að hryðjuverkamennirnir hafi ætlað að granda ferðamönnum í stað þess að sprengja „aðeins“ flutningavélar, eins og áður var talið.