Laugardagurinn 16. janúar 2021

Föstudagurinn 5. nóvember 2010

«
4. nóvember

5. nóvember 2010
»
6. nóvember
Fréttir

Ekkert strandríki við N-Atlantshaf nema Ísland hefur áhuga á ESB-aðild

Í Noregi, Grænlandi og Færeyjum er enginn hreyfing til þrýstings um aðild landanna að Evrópu­sambandinu.

Hilary Clinton ekki í forsetaframboð 2016

Hilary Clinton sagði á ferð á Nýja Sjálandi, að hún mundi ekki bjóða sig fram til forseta í forsetakosningum 2016. Þetta kemur fram á Reuters. Clinton sagði að það væri kominn tími til að kona yrði forseti Bandaríkjanna en það mundi ekki koma í hennar hlut. Ósigur demókrata í þingkosningunum hef...

Þjóðverjar saka Bandaríkjamenn um að brjóta samkomulag

Wolfgang Schauble, fjármála­ráðherra Þýzkalands gagnrýnir Bandaríkjamenn harðlega fyrir 600 milljarða dollara innspýtingu í efnahagslífið og segir hana brot á því samkomulagi, sem G-20 ríkin gerðu með sér í Kanada sl. sumar. Hann kveðst munu ræða þetta mál við bandaríska „vini“ sína á sambærilegum fundi sem stendur fyrir dyrum í Suður-Kóreu.

Bernanke vill koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn endurtaki mistök Japana

Berrnanke, aðalbanka­stjóri Seðlabanka Bandaríkjanna er að reyna að koma í veg fyrir, að Bandaríkin sigli inn í sams konar verðhjöðnunartímabil og Japan gerði fyrir rúmum áratug með því að veita 600 milljörðum dollara út í efnahagslífið, segir New York Times í dag.

Leiðarar

Fólkið borgar og borgar en hefur „Wall Street“ Íslands borgað?

Þýzka dagblaðið Die Welt fjallaði um úrslit þingkosninganna í Bandaríkjunum í leiðara og komst að þeirri niðurstöðu, að þótt Teboðið hefði orðið til sem grasrótarhreyfing í Repúblikana­flokknum væru stuðningsmenn þess tortryggnir í garð beggja stóru flokkanna.

Pistlar

Fækkar strandríkjum við N-Atlantshaf um eitt, Ísland?

Heiti þessa fundar um strandríkin Grænland, Ísland, Færeyjar og Noreg vísar til þess, að hér séu fulltrúar fjögurra strandríkja við Norður-Atlantshaf Ég ákvað að velta fyrir mér spurningunni, hvort Ísland kunni að hverfa sem strandríki. Nú segja örugglega einhverjir, að það geti aldrei orðið. Ísland hljóti ávallt að vera strandríki, enda eyríki.

Í pottinum

Hvað er Jóhanna að gera á fundunum?-Þetta!

Það er sama hvort um er að ræða fulltrúa Sjálfstæðis­flokks, Framsóknar­flokks eða Hreyfingar. Allir lýsa þeir fundum með ríkis­stjórninni og Jóhönnu Sigurðardóttur sem sýndar­leik. Það sé einhvers konar leikhús í gangi. Hvers vegna? Fundir fulltrúa stjórnar­andstöðunnar ganga svona fyrir sig: Jóhanna setzt við borðsendann og segir: Jæja, hvað segið þið?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS