Laugardagurinn 14. desember 2019

Laugardagurinn 6. nóvember 2010

«
5. nóvember

6. nóvember 2010
»
7. nóvember
Fréttir

Kunnur rússneskur blaðamaður sætir árás

Kunnur rússneskur blaðamaður við dagblaðið Kommersant sætti harkalegri árás fyrir utan heimili sitt í Moskvu. Að sögn rússneskra fjölmiðla er blaðamanninum, Oleg Kashin, haldið sofandi í sjúkrahúsi. Lög­regla rannsakar málið sem morðtilraun. Dmitri Medvedev, Rússlands­forseti, segir, að finna verði glæpamennina og refsa þeim.

Stærsta Kristsstytta í heimi í pólskum smábæ

Stærsta Kristsstytta í heimi er risin á hæð við smábæinn Swiebodzin í Póllandi. Hún er 51 metri á hæð og er nú lögð lokahönd á gerð hennar að sögn Reuters-fréttastofunnar. Styttan ber nafnið Pomnik Chrystusa Króla eða Kristur konungur. Í tvö ár hefur verið unnið að því að reisa styttuna.

Írar ætla að gefa fátæku fólki ost

Írska ríkis­stjórnin ætlar að gefa fátæku fólki ost. Þetta kemur fram í Guardian í dag. Írar ætla að gefa 53 tonn af osti, sem ESB fjármagnar og verður dreift á dreifingarstöðvum í bæjum og borgum. Stjórnar­andstaðan segir, að þetta sé móðgun við þjóðina. Í frétt blaðsins kemur fram, að áður hafi smjör verið gefið með þessum hætti á Írlandi.

Olíuverð í 100 dollara á næsta ári?

Nú er því spáð, að olíuverð geti farið upp í 100 dollara á tunnu á næsta ári. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag, sem bendir á að tunnan hafi farið upp í og yfir 88 dollara í London í gær of yfir 87 dollara í New York. Blaðið segir, að það sé 600 milljarða dollara innspýting í bandarískt efnahagslíf, sem valdi þessari hækkun.

Leiðarar

Strandríki hverfur með einu pennastriki

Á strandríkjaráð­stefnu Heimssýnar föstudaginn 5. nóvember voru kynnt sjónarmið fjögurra strandríkja við Norður-Atlantshaf: Grænlands, Íslands, Færeyja og Noregs. Hið sameiginlega viðhorf var, að þessi ríki ættu öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þeirra yrði best gætt með samstöðu ríkjanna, aðild...

Í pottinum

Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson að mynda andófshóp?

Í hliðarsölum Alþingis er um það talað að Kristján L. Möller, fyrrverandi samgöngu­ráðherra sé mjög ósáttur við sinn hlut eftir að Jóhanna Sigurðar­dóttir setti hann út úr ríkis­stjórn. Að ráðherrann fyrrverandi sé óspar á gagnrýni á ríkis­stjórnina almennt og forsætis­ráðherrann sérstaklega. Þess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS