Mánudagurinn 18. janúar 2021

Sunnudagurinn 7. nóvember 2010

«
6. nóvember

7. nóvember 2010
»
8. nóvember
Fréttir

Meginniðurstaða þjóðfundar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands sé tryggt

Í niðurstöðum 1000 manna þjóðfundar sem efnt var til 6. nóvember til að fá viðhorf til þess sem leggja beri til grundvallar við gerð nýrrar stjórnar­skrár fyrir lýðveldið Ísland er í köflum um land og þjóð og frið og alþjóða­samvinnu lögð áhersla á að Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki og stjórnar...

Mótmæli gegn geislavirkum úrgangi í Þýskalandi

Þýska lög­reglan sætti sunnudaginn 7. nóvember árás hundruða aðgerðarsinna sem reyndu að komast að brautarteinum í skógi suðaustur af Hamborg í því skyni að stöðva ferð eimreiðar sem dregur vagna með geislavirkum úrgangi á leið til Gorleben í Neðra-Saxlandi. Lög­reglan beitti kllfum og úðagasi. Aðgerð...

Uppreisn í Íhalds­flokknum vegna ESB

David Cameron stendur frammi fyrir uppreisn í eigin flokki og talið að allt að 50 þingmenn Íhalds­flokksins muni greiða atkvæði gegn laga­frumvarpi, sem á að staðfesta breytingar, sem gera Evrópu­sambandinu kleift að fylgjast með ríkisfjármálum einstakra aðildarríkja. Þetta kemur fram í Sunday Telegraph í dag.

Sveitar­stjórnar­kosningar í Grikklandi-þjóðar­atkvæði um aðhaldsaðgerðir

Í dag fara fram sveitar­stjórnar­kosningar í Grikklandi, sem hafa snúizt upp í eins konar þjóðar­atkvæða­greiðslu um aðhaldsaðgerðir ríkis­stjórnar Georgs Papandreous. Forsætis­ráðherrann hefur lýst því yfir, að hann muni efna til þingkosninga þegar í stað ef flokkur hans Pasok, sem er sósíalista­flokkur, fari illa út úr kosningunum, en hann komst til valda fyrir 13 mánuðum.

Í pottinum

Svandís atvinnumála­ráðherra og Álfheiður umhverfis­ráðherra?

Bandalag Samfylkingar og Steingrímsarms VG hefur ekki gefizt upp við að losna við Jón Bjarnason úr ríkis­stjórn um áramót. Hugmyndir eru uppi innan þess arms VG að Svandís Svavars­dóttir taki við sem atvinnumála­ráðherra um áramót og Álfheiður Inga­dóttir komi aftur inn í ríkis­stjórn væntanlega sem umhverfis­ráðherra.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS