« 6. nóvember |
■ 7. nóvember 2010 |
» 8. nóvember |
Meginniðurstaða þjóðfundar: Fullveldi og sjálfstæði Íslands sé tryggt
Í niðurstöðum 1000 manna þjóðfundar sem efnt var til 6. nóvember til að fá viðhorf til þess sem leggja beri til grundvallar við gerð nýrrar stjórnarskrár fyrir lýðveldið Ísland er í köflum um land og þjóð og frið og alþjóðasamvinnu lögð áhersla á að Ísland sé sjálfstætt og fullvalda ríki og stjórnar...
Mótmæli gegn geislavirkum úrgangi í Þýskalandi
Þýska lögreglan sætti sunnudaginn 7. nóvember árás hundruða aðgerðarsinna sem reyndu að komast að brautarteinum í skógi suðaustur af Hamborg í því skyni að stöðva ferð eimreiðar sem dregur vagna með geislavirkum úrgangi á leið til Gorleben í Neðra-Saxlandi. Lögreglan beitti kllfum og úðagasi. Aðgerð...
Uppreisn í Íhaldsflokknum vegna ESB
David Cameron stendur frammi fyrir uppreisn í eigin flokki og talið að allt að 50 þingmenn Íhaldsflokksins muni greiða atkvæði gegn lagafrumvarpi, sem á að staðfesta breytingar, sem gera Evrópusambandinu kleift að fylgjast með ríkisfjármálum einstakra aðildarríkja. Þetta kemur fram í Sunday Telegraph í dag.
Sveitarstjórnarkosningar í Grikklandi-þjóðaratkvæði um aðhaldsaðgerðir
Í dag fara fram sveitarstjórnarkosningar í Grikklandi, sem hafa snúizt upp í eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Georgs Papandreous. Forsætisráðherrann hefur lýst því yfir, að hann muni efna til þingkosninga þegar í stað ef flokkur hans Pasok, sem er sósíalistaflokkur, fari illa út úr kosningunum, en hann komst til valda fyrir 13 mánuðum.
Svandís atvinnumálaráðherra og Álfheiður umhverfisráðherra?
Bandalag Samfylkingar og Steingrímsarms VG hefur ekki gefizt upp við að losna við Jón Bjarnason úr ríkisstjórn um áramót. Hugmyndir eru uppi innan þess arms VG að Svandís Svavarsdóttir taki við sem atvinnumálaráðherra um áramót og Álfheiður Ingadóttir komi aftur inn í ríkisstjórn væntanlega sem umhverfisráðherra.