Sunnudagurinn 8. desember 2019

Sunnudagurinn 14. nóvember 2010

«
13. nóvember

14. nóvember 2010
»
15. nóvember
Fréttir

ESB-þing og ríkis­stjórnir í valdabaráttu um ESB-fjárlög

Samkomulag hefur náðst innan Evrópu­sambandsins um að fjárlagarammi þess hækki um 2,9% árið 2011 en ekki 6% eins og ESB-þingið vildi.

Fillon áfram forsætis­ráðherra Frakklands - vinsælli en Sarkozy

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, endurskipaði François Fillon forsætis­ráðherra Frakklands sunnudaginn 14. nóvember, daginn eftir að Fillon baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í því skyni að gefa forsetanum tækifæri til að stokka upp í ríkis­stjórninni. Sarkozy og Fillon vinna nú saman að þ...

Írar hvattir til að leita aðstoðar

Írska ríkis­stjórnin hefur neitað tvisvar sinnum á tveimur dögum sögusögnum um að hún leiti til ESB-AGS um fjárhagsaðstoð en í gærkvöldi, laugardagskvöld, sagði Daily Telegraph að Írar hefðu þegar hafið viðræður við björgunar­sjóð ESB um 60-80 milljarða evra fjárhagsstuðning.

Ögmundur vill tafarlausa niðurstöðu í ESB-aðildarmálinu

Ögmundur Jónasson, dómsmála­ráðherra, spyr í grein í Morgunblaðinu 13. nóvember hvort ekki megi sleppa aðlögunarferli Íslands að ESB og fulltrúar Íslands og ESB vindi sér í viðræður, eins og hann orðar það. Þeim verði lokið á tveimur mánuðum og síðan greitt atkvæði um niðurstöðuna. Hann segir hið la...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS