Mánudagurinn 18. janúar 2021

Þriðjudagurinn 16. nóvember 2010

«
15. nóvember

16. nóvember 2010
»
17. nóvember
Fréttir

Framkvæmda­stjórn ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðurinn ræða skuldavanda Íra

Viðræður eru hafnar milli Evrópu­sambandsins (ESB), Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins (AGS) um leiðir til að snúast gegn banka- og skuldakreppunni í Írlandi.

Forseti leiðtogaráðs ESB: Líf ESB hangir á evrunni

Fjármála­ráðherrar evru-landanna komu saman síðdegis 16. nóvember í Brussel til að ræða viðkvæma framtíðarstöðu evrunnar. Staða írska bankakerfisins og skuldir írska ríkisins hafa skapað mikla spennu á fjármálamörkuðum. Ávöxtunarkrafa á lán til Írlands hefur stórhækkað og óttast er að hækkun lánako...

Ögmundur: Aðlögunar er krafist - Þorsteinn: Ríkis­stjórnin ræður ekki við ESB-málið

„Var einhver að þræta fyrir að krafist væri aðlögunar?“

Árétting frá sendi­nefnd ESB: engin athugasemd við utanríkis­ráðuneytið

Evrópu­vaktin fékk það svar frá sendi­nefnd ESB á Íslandi 15. nóvember, að hún gerði engar „sérstakar athugasemdir“ við þá afstöðu íslenska utanríkis­ráðuneytisins að viðræðurammi ESB gilti ekki varðandi Ísland enda væri um einhliða yfirlýsingu af hálfu ESB að ræða. Utanríkis­ráðuneytið sagðist starfa e...

Aðstoð við bæði Írland og Portúgal?

Embættismenn hjá Evrópu­sambandinu eru nú farnir að tala um, að björgunaraðgerðir við Írland eitt séu ekki nóg heldur verði að grípa til slíkra aðgerða bæði vegna Írlands og Portúgals. Þetta kemur fram í New York Times í dag. Blaðið bendir á, að þarfir efnahagslega sterkra þjóða og hinna veikari á evru­svæðinu séu ólíkar.

Samfylkingin: Stjórnar Jón Bjarnason umræðunni?

Annað kvöld, miðvikudagskvöld 17. nóvember, efnir Samfylkingar­félagið í Reykjavík til fundar um efnið: Samfylkingin og Evrópumál: Erum við að gera nóg eða stjórnar Jón Bjarnason umræðunni? Frummælandi er Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Á fundinum verður fjall...

Ísland þegar komið undir efnahags­eftirlit ESB

Ísland hefur verið fellt inn í eftirlitskerfi Evrópu­sambandsins með efnahagsmálum og hag­stjórn aðildarríkja, sem nefnist EU Pre-Accession Fiscal Surveillance og hefur verið boðið að leggja fram eins konar efnahags­áætlun fyrir lok janúar. Þetta kemur fram í svo­nefndri Framvinduskýrslu ESB, sem birt var fyrir skömmu. Markmiðið er skv.

Leiðarar

ESB-viðræður að breytast í skrípaleik

Evrópu­vaktin fékk það svar frá utanríkis­ráðuneyti Íslands í síðustu viku að það liti á viðræðuramma Evrópu­sambandsins sem einhliða yfirlýsingu af þess hálfu. Ísland væri ekki bundið af honum. Ráðuneytið færi eftir því sem segði í áliti meirihluta utanríkis­mála­nefndar en ekki því sem kæmi frá framkvæmda­stjórn ESB í Brussel.

Í pottinum

Hvaða ráðstafanir hefur Háskóli Íslands gert?

Á morgun efnir Samfylkingar­félagið í Reykjavík til fundar, þar sem Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, verður frummælandi. Fundarefnið er, hvort Samfylkingin sé að gera nóg í Evrópu­málum eða hvort Jón Bjarnason stjórni umræðunni. Nú er Baldur Þórhallsson að sjálfsögðu frjáls af því að hafa sínar skoðanir á Evrópu­málum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS