« 15. nóvember |
■ 16. nóvember 2010 |
» 17. nóvember |
Framkvæmdastjórn ESB, Seðlabanki Evrópu og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ræða skuldavanda Íra
Viðræður eru hafnar milli Evrópusambandsins (ESB), Seðlabanka Evrópu (SE) og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um leiðir til að snúast gegn banka- og skuldakreppunni í Írlandi.
Forseti leiðtogaráðs ESB: Líf ESB hangir á evrunni
Fjármálaráðherrar evru-landanna komu saman síðdegis 16. nóvember í Brussel til að ræða viðkvæma framtíðarstöðu evrunnar. Staða írska bankakerfisins og skuldir írska ríkisins hafa skapað mikla spennu á fjármálamörkuðum. Ávöxtunarkrafa á lán til Írlands hefur stórhækkað og óttast er að hækkun lánako...
Ögmundur: Aðlögunar er krafist - Þorsteinn: Ríkisstjórnin ræður ekki við ESB-málið
„Var einhver að þræta fyrir að krafist væri aðlögunar?“
Árétting frá sendinefnd ESB: engin athugasemd við utanríkisráðuneytið
Evrópuvaktin fékk það svar frá sendinefnd ESB á Íslandi 15. nóvember, að hún gerði engar „sérstakar athugasemdir“ við þá afstöðu íslenska utanríkisráðuneytisins að viðræðurammi ESB gilti ekki varðandi Ísland enda væri um einhliða yfirlýsingu af hálfu ESB að ræða. Utanríkisráðuneytið sagðist starfa e...
Aðstoð við bæði Írland og Portúgal?
Embættismenn hjá Evrópusambandinu eru nú farnir að tala um, að björgunaraðgerðir við Írland eitt séu ekki nóg heldur verði að grípa til slíkra aðgerða bæði vegna Írlands og Portúgals. Þetta kemur fram í New York Times í dag. Blaðið bendir á, að þarfir efnahagslega sterkra þjóða og hinna veikari á evrusvæðinu séu ólíkar.
Samfylkingin: Stjórnar Jón Bjarnason umræðunni?
Annað kvöld, miðvikudagskvöld 17. nóvember, efnir Samfylkingarfélagið í Reykjavík til fundar um efnið: Samfylkingin og Evrópumál: Erum við að gera nóg eða stjórnar Jón Bjarnason umræðunni? Frummælandi er Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Á fundinum verður fjall...
Ísland þegar komið undir efnahagseftirlit ESB
Ísland hefur verið fellt inn í eftirlitskerfi Evrópusambandsins með efnahagsmálum og hagstjórn aðildarríkja, sem nefnist EU Pre-Accession Fiscal Surveillance og hefur verið boðið að leggja fram eins konar efnahagsáætlun fyrir lok janúar. Þetta kemur fram í svonefndri Framvinduskýrslu ESB, sem birt var fyrir skömmu. Markmiðið er skv.
ESB-viðræður að breytast í skrípaleik
Evrópuvaktin fékk það svar frá utanríkisráðuneyti Íslands í síðustu viku að það liti á viðræðuramma Evrópusambandsins sem einhliða yfirlýsingu af þess hálfu. Ísland væri ekki bundið af honum. Ráðuneytið færi eftir því sem segði í áliti meirihluta utanríkismálanefndar en ekki því sem kæmi frá framkvæmdastjórn ESB í Brussel.
Hvaða ráðstafanir hefur Háskóli Íslands gert?
Á morgun efnir Samfylkingarfélagið í Reykjavík til fundar, þar sem Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands, verður frummælandi. Fundarefnið er, hvort Samfylkingin sé að gera nóg í Evrópumálum eða hvort Jón Bjarnason stjórni umræðunni. Nú er Baldur Þórhallsson að sjálfsögðu frjáls af því að hafa sínar skoðanir á Evrópumálum.