« 18. nóvember |
■ 19. nóvember 2010 |
» 20. nóvember |
Leiðtogar NATO samþykkja grunnstefnu og eldflaugavarnir
Leiðtogar NATO-ríkjanna 28 hafa samþykkt nýja grunnstefnu Atlantshafsbandalagsins (NATO) til næstu 10 ára.
Steingrímur J. kallar á samstöðu - ráðherrahópur VG klofinn vegna ESB
Steingrímur J. Sigfússon. formaður vinstri-grænna (VG), mæltist til þess við upphaf flokksráðsfundar síðdegis föstudaginn 19. nóvember að flokksmenn stæðu saman að baki ráðherrum flokksins og ríkisstjórninni. Ráðherrahópur flokksins kemur hins vegar klofinn til flokksráðsfundarins, þar sem þeir Ögmu...
Forseti leiðtogaráðs ESB segir orð sín um lífsháska evru og ESB rangtúlkuð
Herman Van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, hefur dregið í land til að milda yfirlýsingu sína frá 16. nóvember um að líf ESB væri í hættu ef evran héldist ekki á lífi. Hann sagði fimmtudaginn 18. nóvember að orð sín hefðu verið rangtúlkuð. Hann hefði verið að lýsa stöðu mála sl. vor en ekki eins og...
Seðlabanki Evrópu mundi hækka stýrivexti án tillits til Írlands, Spánar og Portúgals
Seðlabanki Evrópu mun hækka stýrivexti og draga úr fyrirgreiðslu til banka í einstökum aðildarríkjum evrusvæðisins, telji bankinn það nauðsynlegt, jafnvel þótt slíkar aðgerðir muni auka á vanda Íra, Portúgala og Spánverja. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag. Hækkun stýrivaxta mundi hafa hrikaleg áhrif á vexti húsnæðislána á Spáni að sögn blaðsins.
NATO-leiðtogar funda um nýja grunnstefnu og Afganistan
Leiðtogar 28 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) koma saman í Lissabon, höfuðborg Portúgals, föstudaginn 19. desember til að samþykkja nýja grunnstefnu (Strategic Concept) fyrir bandalagið, hina þriðju í sögu þess. Dmitri Medvedev, forseti Rússlands, kemur til fundar við leiðtogana. Verður ...
New York Times segir í dag líkur á því, að Portúgal verði næst á dagskrá í björgunaraðgerðum ESB/AGS. Í Portúgal séu bankarnir í lagi en ríkissjóður skuldi mikið og ríkisstjórnin hafi ekki pólitískt bolmagn til þess að koma fram nauðsynlegum niðurskurðaraðgerðum. Á Írlandi séu bankarnir vandinn ...
Er Oliver Cromwell á leið til Írlands á ný?
Er Oliver Cromwell aftur á leið til Írlands? Euobserver segir frá því í dag, að í höfuðstöðvum ESB í Brussel tali menn í gamansömum tón um væntanlegar björgunaraðgerðir við Írland á þennan veg og er þá vísað til þess, þegar Cromwell, sem mesti valdamaður í Englandi á þeim tíma hafði forystu um að leggja Írland aftur undir England á árinu 1649 með hervaldi.
Steingrímur J. gaf Alþingi rangar upplýsingar
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, hafði uppi alvarlegar blekkingar á Alþingi í gærmorgun, þegar hann svaraði fyrirspurn frá Sigurði Kára Kristjánssyni, alþingismanni um það eftirlitskerfi, sem Ísland hefur verið fellt inn í hjá Evrópusambandinu með efnahagsmálum þjóðarinnar, þótt engir...