Mánudagurinn 25. janúar 2021

Laugardagurinn 20. nóvember 2010

«
19. nóvember

20. nóvember 2010
»
21. nóvember
Fréttir

Flokksráð VG: Engar breytingar á stjórnsýslu fyrirfram-ekki tekið við styrkjum

Á flokksráðsfundi Vinstri grænna, sem lauk um hádegisbilið í dag, laugardag, var samþykkt samhljóða tillaga, sem felur í sér að ekki verði tekið við styrkjum frá Evrópu­sambandinu, sem beinlínis eigi að undirbúa aðild Íslands að ESB og að ekki verði gerðar breytingar á stjóirnsýslu í þeim eina tilg...

OECD: Minni hagvöxtur í Bretlandi á næsta ári

OESD, Efnahags- og framfara­stofnun Evrópu, telur, að hagvöxtur í Bretlandi verði verulega minni á næsta ári en stofnunin hafði áður spáð eða um 1,7% en í maí sl.

Strauss-Khan vill meiri miðstýringu og samræmingu

Dominique Strauss-Khan, aðalfor­stjóri Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins, lýsti þeirri skoðun í ræðu í Frankfurt í gær, að aðildarríki evru­svæðisins ættu að flytja meira af ábyrgð á ríkisfjármálum sínum og kerfisumbótum til ESB eða stofnunar á þess vegum, sem væri óháð einstökum aðildarríkjum.

Hvað hefur ESB mikið bolmagn í björgunaraðgerðir?

Upphæð fjárhagsaðstoðar Evrópu­sambandsins og Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins við Írland fer eftir því, hvort einungis verði tekið mið af fjárhagsvanda írsku bankanna eða hvort fjármögnun írska ríkisins verði tryggð næstu árin þannig að það þurfi ekki að leita út á hinn alþjóðlega skuldabréfa­markað. Verði fyrri leiðin valin er fjárþörf Íra um 50 milljarðar evra.

Leiðarar

Ný grunn­stefna NATO - söguleg sátt í íslenskum utanríkis- og öryggismálum

Leiðtogar ríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) samþykktu á fundi í Lissabon 19. nóvember nýja grunn­stefnu (strategic concept) bandalagsins, þar sem þeir lýstu eindregnum vilja til þess að NATO héldi áfram að gegna einstæðu og mikilvægu hlutverki sínu til að tryggja sameiginlegar varnir og öryggi. ...

Pistlar

Hvernig ber að skilja samþykkt flokksráðs VG?

Það er auðvitað ljóst, að flokksforystan hefur orðið ofan á fundi Vinstri grænna í atkvæða­greiðslu um ESB-mál og hefur vafalaust lagt áherzlu á að það lægi ljóst fyrir. Hins vegar fer ekki á milli mála að í sínum tillöguflutningi hefur hún teygt sig töluvert í átt til þeirra, sem óánægðastir hafa verið með afstöðu flokksins til aðildarumsóknarinnar.

Hví þráir Samfylkingin ESB?

Í mínum huga liggur svarið við ofanritaðri spurningu ljóst fyrir. Samfylkinguna skortir tilfinnanlega sjálfstraust, en sá kostur er nauðsynlegur ef ætlað er að takast á við krefjandi verkefni. Fyrir kosningarnar vorið 2007 sagði þáverandi formaður flokksins, að kjósendur treystu ekki flokknum til þess að leiða ríkis­stjórn.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS