« 22. nóvember |
■ 23. nóvember 2010 |
» 24. nóvember |
Schäuble: Evran sjálf í húfi þess vegna hjálpum við Írum
Írski forsætisráðherrann, Brian Cowen, barðist fyrir pólitísku lífi sínu þriðjudaginn 23. nóvember en Þjóðverjar sögðu að alþjóðaaðstoðin vegna Írlands sýndi að líf evrunnar sjálfrar væri í húfi. Evran lækkaði gagnvart dollar og hefur ekki verið lægri í tvo mánuði. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðher...
Danmörk: Hvatt til aukinnar árvekni gegn hættu á hryðjuverkum
Danska leyniþjónustan (Politiet Efterretningstjeneste, PET) fer þess á leit í nýju hættumati fyrir Danmörku að aukin árvekni sé í öllum lögregluumdæmum landsins og haft gott auga með hverju sem gæti bent til hættu af hryðjuverkum. Vísar PET í því efni til hættu vegna teikninganna af Múhammeð spámanni og vegna hryðjuverkahópa í öðrum löndum.
Japan: Dómsmálaráðherra segir af sér sökum einlægni við kjósendur
Minoru Yanagida sagði af sér embætti dómsmálaráðherra Japans mánudaginn 22. nóvember vegna þess að hann talaði af einlægni við flokksmenn í kjördæmi sínu í Hiroshima fyrir rúmri viku. Hann sagði: „Það er auðvelt að vera dómsmálaráðherra vegna þess að ég þarf aðeins að muna tvær setningar sem ég get...
AGS vill lækka atvinnuleysisbætur og lágmarkslaun á Írlandi
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur lagt til að atvinnuleysisbætur á Írlandi verði lækkaðar svo og lágmarkslaun. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Rökin fyrir þessari tillögu eru þau, að laun almennt í landinu hafi lækkað og þess vegna eðlilegt að þessar greiðslur lækki líka.
Rísa Evrópuríkin hvert gegn öðru?
John Vinocur, sem áður var ritstjóri International Herald Tribune, segir í grein í New York Times í dag, að vaxandi efasemda gæti í Evrópu og jafnvel innan Þýzkalands um að þýzka módelið svokallaða henti öllum Evrópuríkjum. Angela Merkel hafi keyrt í gegn stefnubreytingu, sem þýði, að kaupendur ríkisskuldabréfa og banka í Evrópu taki á sig hluta af tapinu ef illa fari.
Euobserver: Skuldaskrímslið nálgast Spán og Portúgal
Skuldaskrímslið ( sovereign-debt leviathan), sem lagt hefur Grikkland og Írland að velli nálgast nú Spán og Portúgal að mati euobserver í morgun. Vefmiðillinn segir, að fjármálamarkaðir virðist ekki sannfærðir um að björgunaraðgerðir við Írland dugi. Ráðamenn á Spáni og í Portúgal halda því stíft fram, að þeirra ríki þurfi ekki á aðstoð að halda.
Evran yfir öllu - írska ríkisstjórnin fallin
Evrunni hefur ekki verið komið í skjól, þótt írska ríkisstjórnin hafi verið neydd til þess að óska eftir alþjóðlegri aðstoð til að reisa vegg henni til varnar. Af ESB-fréttum og útlistunum hér á landi mætti helst ætla að þrýstingur framkvæmdastjórnar ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og fjármálaráðherra evru-ríkjanna á írsk stjórnvöld hafi stafað af góðmennsku í garð Íra.
Um hvaða styrki er Baldur að tala?
Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingarinnar, sagði í Spegli RÚV í gærkvöldi, að flokksráðsfundur Vinstri grænna sl. laugardag, hefði ekki tekið fyrir kynningarstyrki frá Evrópusambandinu.