Sunnudagurinn 8. desember 2019

Þriðjudagurinn 23. nóvember 2010

«
22. nóvember

23. nóvember 2010
»
24. nóvember
Fréttir

Schäuble: Evran sjálf í húfi þess vegna hjálpum við Írum

Írski forsætis­ráðherrann, Brian Cowen, barðist fyrir pólitísku lífi sínu þriðjudaginn 23. nóvember en Þjóðverjar sögðu að alþjóða­aðstoðin vegna Írlands sýndi að líf evrunnar sjálfrar væri í húfi. Evran lækkaði gagnvart dollar og hefur ekki verið lægri í tvo mánuði. Wolfgang Schäuble, fjármálaráðher...

Danmörk: Hvatt til aukinnar árvekni gegn hættu á hryðjuverkum

Danska leyniþjónustan (Politiet Efterretningstjeneste, PET) fer þess á leit í nýju hættumati fyrir Danmörku að aukin árvekni sé í öllum lög­regluumdæmum landsins og haft gott auga með hverju sem gæti bent til hættu af hryðjuverkum. Vísar PET í því efni til hættu vegna teikninganna af Múhammeð spámanni og vegna hryðjuverkahópa í öðrum löndum.

Japan: Dómsmála­ráðherra segir af sér sökum einlægni við kjósendur

Minoru Yanagida sagði af sér embætti dómsmála­ráðherra Japans mánudaginn 22. nóvember vegna þess að hann talaði af einlægni við flokksmenn í kjördæmi sínu í Hiroshima fyrir rúmri viku. Hann sagði: „Það er auðvelt að vera dómsmála­ráðherra vegna þess að ég þarf aðeins að muna tvær setningar sem ég get...

AGS vill lækka atvinnuleysisbætur og lágmarkslaun á Írlandi

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn hefur lagt til að atvinnuleysisbætur á Írlandi verði lækkaðar svo og lágmarkslaun. Þetta kemur fram í Irish Times í dag. Rökin fyrir þessari tillögu eru þau, að laun almennt í landinu hafi lækkað og þess vegna eðlilegt að þessar greiðslur lækki líka.

Rísa Evrópu­ríkin hvert gegn öðru?

John Vinocur, sem áður var rit­stjóri International Herald Tribune, segir í grein í New York Times í dag, að vaxandi efasemda gæti í Evrópu og jafnvel innan Þýzkalands um að þýzka módelið svokallaða henti öllum Evrópu­ríkjum. Angela Merkel hafi keyrt í gegn stefnubreytingu, sem þýði, að kaupendur ríkisskulda­bréfa og banka í Evrópu taki á sig hluta af tapinu ef illa fari.

Euobserver: Skuldaskrímslið nálgast Spán og Portúgal

Skuldaskrímslið ( sovereign-debt leviathan), sem lagt hefur Grikkland og Írland að velli nálgast nú Spán og Portúgal að mati euobserver í morgun. Vefmiðillinn segir, að fjármála­markaðir virðist ekki sannfærðir um að björgunaraðgerðir við Írland dugi. Ráðamenn á Spáni og í Portúgal halda því stíft fram, að þeirra ríki þurfi ekki á aðstoð að halda.

Leiðarar

Evran yfir öllu - írska ríkis­stjórnin fallin

Evrunni hefur ekki verið komið í skjól, þótt írska ríkis­stjórnin hafi verið neydd til þess að óska eftir alþjóðlegri aðstoð til að reisa vegg henni til varnar. Af ESB-fréttum og útlistunum hér á landi mætti helst ætla að þrýstingur framkvæmda­stjórnar ESB, Seðlabanka Evrópu (SE) og fjármála­ráðherra evru-ríkjanna á írsk stjórnvöld hafi stafað af góðmennsku í garð Íra.

Í pottinum

Um hvaða styrki er Baldur að tala?

Baldur Þórhallsson, prófessor við Háskóla Íslands og varaþingmaður Samfylkingar­innar, sagði í Spegli RÚV í gærkvöldi, að flokksráðsfundur Vinstri grænna sl. laugardag, hefði ekki tekið fyrir kynningarstyrki frá Evrópu­sambandinu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS