« 7. desember |
■ 8. desember 2010 |
» 9. desember |
Rússar huga að nýrri lagasetningu um norðurleiðina vegna aukinna siglinga
Rússnesk þingnefnd um hafréttarstefnu ræðir nú drög að frumvarpi til laga um notkun norðursiglingaleiðarinnar.
Nýr forseti í Sviss kjörinn með fæstum atkvæðum í sögunni
Micheline Calmy-Rey var 8. desember kjörin forseti Sviss með fæstum atkvæðum sem nokkur hefur hlotið í sögu svissneska þingsins. Hið litla fylgi hennar má rekja til gagnrýni sem hún hefur sætt fyrir störf sín sem utanríkisráðherra. Ráðherrar í ríkisstjórn Sviss gegna forsetaembættinu til skiptis, e...
Nýr 100 dollara seðill með prentgalla veldur Bandaríkjastjórn vanda
Bandarísk stjórnvöld standa frammi fyrir viðkvæmu vandamáli vegna prentunar á nýjum 100 dollara seðli landsins.
Juncker segir afstöðu Þjóðverja til „E-skuldabréfa“ ó-evrópska
Jean-Claude Juncker, forsætisráðherra Lúxeborgar og formaður ráðherraráðs evru-ríkjanna 16, réðst harkalega á þýsk stjórnvöld miðvikudaginn 8. desember, þegar hann sagði andstöðu þeirra við að stofna til evru-skuldabréfa „ó-evrópska“. Í samtali við þýska vikublaðið Die Zeit segir Juncker að í Berlí...
DT: Samanburður á Írlandi og Íslandi
Daily Telegraph birtir í dag grein eftir Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóra blaðsins, þar sem, hann gerir samanburð á viðbrögðum Íslendinga og Íra við bankakreppunni haustið 2008 og segir að reynsla Íslendinga hafi vakið upp spurningar á Írlandi.
Guardian: Olíulekar gætu náð til austurstrandar Íslands og Grænlands
Olíulekar vegna borana á hafsbotni úti fyrir ströndum skozku eyjanna gætu náð til Noregs, Færeyja, austurstrandar Íslands og Grænlands, segir í brezka blaðinu Guardian í dag, sem kveðst hafa gögn og skjöl, sem það byggi frétt sína á.
NYTimes: Stríð skollið á milli Seðlabanka Evrópu og fjármálamarkaða
New York Times segir í dag, að eins konar stríð sé skollið á milli Seðlabanka Evrópu og fjármálamarkaða. Örlög evrunnar ráðist af úrslitum þeirra átaka. Seðlabankinn hafi varið milljörðum í að halda evrunni uppi og eigi nú um 17% af samanlögðum skuldum Grikklands, Írlands og Portúgals að mati Goldman Sachs.
Helmut Schmidt: Á næstu 20 árum verður til lítill harður kjarni innan ESB
Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Vestur-Þýzkalands, sem nú er 92 ára að aldri spáir því í viðtali, sem birt er á euobserver, að á næstu 20 árum verði til harður kjarni ríkja innan Evrópusambandsins, sem ráði ferðinni og í þeim kjarna verði Þýzkaland, Frakkland og Holland.
Samanburður við Írland er okkur hagstæður
Umfjöllun um þá leið, sem við Íslendingar fórum frammi fyrir hruni bankanna haustið 2008 verður stöðugt meira áberandi í erlendum fjölmiðlum og nú síðast í morgun í Daily Telegraph, sem er eitt af leiðandi dagblöðum í Bretlandi.