« 12. desember |
■ 13. desember 2010 |
» 14. desember |
Merkel og Schäuble eru ósammála um Evrópusamrunann
Angela Merkel, kanslari, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra, eru þeir tveir ráðherrar í ríkisstjórn Þýskalands sem á sínum tíma sátu í ríkisstjórn Helmuts Kohls. Þau greinir mjög á um viðhorfið til Evrópusambandsins. Merkel fæddist og bjó í Austur-Þýskalandi. Hún leggur metur Evrópusambandið af köldu raunsæi út frá þýskum hagsmunum.
Berlusconi berst fyrir lífi ríkisstjórnar sinnar
Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, hvatti ítalska öldungadeildarþingmenn mánudaginn 13. desember til að fórna ekki lífi ríkisstjórnar sinnar vegna þröngra flokkshagsmuna, en þriðjudaginn 14. desember verða greidd atkvæði um vantrauststillögu á Berlusconi. Í ræðu í öldungardeild ítalska þin...
Viðskiptabann á Ísland vegna makríls til umræðu í Brussel
Richard Benyon, sjávarútvegsráðherra Breta, segir að leita verði leiða til að koma vitinu fyrir Íslendinga og Færeyinga fyrir sjónir, við ákvarðanir þeirra um makrílveiðar.
Leitin að hryðjuverkamanni í Stokkhólmi nær til Luton
Húsleit hefur farið fram í Luton í Bretlandi vegna rannsóknar á hryðjuverkinu sem unnið var í hjarta Stokkhólms laugardaginn 11. desember. Heimild til leitarinnar var veitt að kvöldi sunnudags 12. desember á grundvelli bresku hryðjuverkalaganna. Samkvæmt óstaðfestum fréttum hét tilræðismaðurinn sem...
Schäuble: ESB pólitískt bandalag eftir 10 ár
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýzkalands, spáir því í samtali við þýzka dagblaðið Bild am Sonntag í gær að Evrópusambandið muni þróast í átt til pólitísks bandalags á næstu tíu árum.
Veiki hlekkurinn - útflutningur
Bandaríska dagblaðið Wall Sreet Journal birtir athyglisverðan samanburð á efnahagsþróun á Íslandi og í Lettlandi eftir hrun fjármálakerfisins haustið 2008 um helgina, eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópuvaktinni en Lettar eru með eigin gjaldmiðil, sem tengdur er evrunni.