Fimmtudagurinn 25. febrúar 2021

Þriðjudagurinn 14. desember 2010

«
13. desember

14. desember 2010
»
15. desember
Fréttir

ESB-þingmenn fá 16,5 milljónir króna í skattfrjálsa kostnaðar­greiðslu

Samkvæmt frétt í The Daily Telegraph í London hefur skrifstofa ESB-þingsins ákveðuð að ESB-þingmenn fái um 16,5 milljónir íslenskra króna í skattfrjálsa „dagpeninga“ og „til almennra útgjalda“ á næsta ári, sem er 2,3% hækkun á sambærilegum greiðslum í ár. Í fréttinni segir, að þingmennirnir geti ráðstafað þessu fé, án þess að leggja fram nokkra reikninga.

Berlusconi hlaut traust ítalska þingsins - situr áfram

Silvio Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu, hlaut traust ítalska þingsins í atkvæða­greiðslu um vantraust á hann þriðjudaginn 14. desember. Fékk hann þriggja atkvæða meirihluta 314 atkvæði gegn 311 í neðri deild þingsins en hafði áður notið stuðnings öruggs meirihluta í öldunga­deildinni. Berlusconi,...

Sjávar­útvegs­stjóri ESB hótar Íslendingum og Færeyingum

Maria Damanaki, sjávar­útvegs­stjóri ESB, hefur skýrt sjávar­útvegs­ráðherrum ESB-ríkjanna, sem sitja fundi í Brussel 13. og 14. desember, frá því að hún hafi innan framkvæmda­stjórnar ESB rætt leiðir til að takmarka landanir Íslendinga á makríl í ESB-höfnum. Þá hafi hún einnig lagt á ráðin um nýjar regl...

Írski bankinn hverfur frá bónus­greiðslum

Írski bankinn, Allied Irish Banks, sem hafði ákveðið að greiða 40 milljónir evra til stjórnenda sinna í bónus vegna samninga þar um frá árinu 2008 hefur horfið frá þeirri ákvörðun.

Leiðarar

Ríkis­stjórn gegn þjóðar­hagsmunum

Íslendingar áttuðu sig á gildi alþjóða­réttar fyrir meginhagsmuni sína sem fiskveiðiþjóðar strax eftir að lýðveldið var stofnað. Þá hófst markviss barátta fyrir yfirráðum yfir fiskveiðilögsögu landsins. Að Íslendingar væru þar í fararbroddi fór ekki fram hjá neinum.

Pistlar

Ólíkar leiðir Finna og Eistlendinga við upptöku evru

Um næstu áramót kveðja Eistlendingar bæði gamla árið og sinn eigin gjaldmiðil. Margir kveðja gjaldmiðilinn krooni með meiri trega en þeir fagna nýja gjaldmiðlinum evru. Frá því að Eistland hlaut sjálfstæði við hrun Sovétríkjanna hefur krooni verið gjaldmiðill þjóðar­innar.

Í pottinum

Icesave III gengur þvert á megin­stefnu umræðna í Evrópu

Leiðari Financial Times um helgina um Icesave-deiluna hefur að vonum vakið mikla athygli. Blaðið fagnar þeirri uppreisn, sem almenningur á Íslandi hafi gert og bendir á að það sé pólitísk ákvörðun hverjir eigi að taka á sig byrðar af falli banka. Allar umræður í Evrópu síðustu mánuði og misseri hafa fallið í þann farveg, að það sé ekki eðlilegt að skattgreiðendur greiði skuldir einkaaðila.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS