Mánudagurinn 23. apríl 2018

Miðvikudagurinn 15. desember 2010

«
14. desember

15. desember 2010
»
16. desember
Fréttir

ESB-ráðherrar hvetja Svisslendinga til að hverfa frá tvíhliða samningum

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkjanna ályktuðu á þann veg á fundi sínum í Brussel 14. desember, að ekki yrði haldið lengra á braut tvíhliða samninga í samskiptum Sviss og ESB. Ekki væri unnt að tryggja nægilegt samræmi með hinum 120 samningum, sem hafa verið gerðir. Ráðherrarnir vilja að gerður verið ei...

Þorskveiðar skornar niður í Norðursjó - Skotar reiðir

Evrópu­sambandið ákvað miðvikudaginn 15. desember að skera niður aflaheimildir, einkum á þorski, á miðum undan ströndum Englands, Skotlands og Norðurlanda. Eftir margra klukkustunda samningafund í Brussel var ákveðið að skera heildar aflaheimildir á þorski úr 40.219 tonnum árið 2010 í 32.912 tonn ári...

ESB-ráðherrar: Segja ekkert um lyktir viðræðna við Ísland

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkjanna ræddu stækkun Evrópu­sambandsins á fundum sínum í Brussel 13. og 14. desember. Að því er Ísland varðar sögðu ráðherrarnir að hæfni landsins til að laga sig að kröfum ESB „sé góð eins og áður“, en ekkert er gefið til kynna um lyktir viðræðna við Íslendinga. Ráðherrar s...

Allsherjarverkfall í Grikklandi

Allsherjarverkfall skall á í Grikklandi í morgun. Samgöngur eru lamaðar, verksmiðjur lokaðar og starfsemi spítala hefur farið úr skorðum. Mörg þúsund manns hafa safnast saman á tveimur stöðum í Aþenu til þess að taka þátt í mótmælafundum. Engar fréttir birtast í útvarpi, sjónvarpi eða á netinu vegna verkfalls blaðamanna. Blöð koma ekki út á morgun.

Euobserver: Icesave-skjöl birt

Euobserver segir í dag að skjöl, sem liggi að baki nýjasta Icesave-samningi ríkis­stjórnar­innar hafi verið sett á netið. Það hafi verið gert á vegum hóps, sem ekki hafi gefið sig fram en kalli sig Union of Interested Parties in Open Administration. Vefmiðillinn bendir á að íslenzka ríkis­stjórnin hafi gert grein fyrir efni samningsins en ekki birt skjölin að baki honum.

Vaxta­kostnaður Spánverja eykst

Það eru þrjár ástæður fyrir því að Moody’s hefur boðað frekari lækkun á lánshæfismati Spánar. Hin fyrsta er fyrirsjáanleg vandamál við fjármögnun spænska ríkisins á næsta ári. Önnur er vandamál spari­sjóðanna í landinu og hin þriðja er skuldasöfnun einstakra sjálf­stjórnar­svæða. Þetta kemur fram í Financial Times í dag.

Leiðarar

Er þetta sú framtíð sem við sækjumst eftir?

Evrópu­sambandið er í örri þróun og breytist hratt. Ekki er fráleitt að segja, að það sé annað Evrópu­samband í dag en það var í júlí 2009, þegar Ísland sótti um aðild. Þótt öll yfirlýst áform séu ekki komin til framkvæmda er ljóst hvert stefnir. Fjármálakreppan hefur knúið fram breytingar. Það er raunverulegt álitamál hvort evran lifir eða ekki.

Í pottinum

Evrópu­samtökin: Grikkland er ekki Norður-Kórea

Allt logar í óeirðum í Aþenu, þar sem ríkis­stjórn er að framkvæma niðurskurð að kröfu Evrópu­sambandsins og Alþjóða­gjaldeyris­sjóðsins. Evrópu­samtökin á Íslandi taka þessi mótmæli nærri sér enda hafa þau talið evru-svæðið öruggt svæði til að vera á.

Nú reynir á þingmenn Vinstri grænna

Þessa dagana beinist athygli manna að því hver afstaða einstakra þingmanna VG verður til fjárlaga­frumvarpsins. Það er í sjálfu sér áhugavert en prófsteinninn á þingmenn Vinstri grænna verður sá, hvort þeir muni allir sem einn styðja þann nýja Icesavesamning, sem formaður þeirra hefur gert.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS