« 15. desember |
■ 16. desember 2010 |
» 17. desember |
Interpol varar við hryðjuverkum um jólin í Evrópu og Bandaríkjunum
Interpol, alþjóðalögreglan, hefur staðfest að hafa fengið upplýsingar um hugsanlegar árásir í nafni al-Kaída í Bandaríkjunum og Evrópu.
„Purkunarlausar hótanir“ segir Einar K. „óheppilegt“ segir Össur
Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sagði á alþingi 15. desember, að Evrópusambandið hefið gripið til „purkunarlausra hótana“ í garð Íslendinga til að brjóta á bak aftur löglega ákvörðun íslenskra stjórnvalda um makrílveiðar innan íslenskrar fiskv...
Þingkonur sakaðar um svik vegna stuðnings við Berlusconi
Mikil reiði beinist nú að tveimur konum á ítalska þinginu, Catiu Polidori, 43 ára, og Mariu Garzia Siliquini, 62 ára, fyrir að hafa stutt Silvio Berlusconi í vantraust-atkvæðagreiðslunni þriðjudaginn 14. desember. Þær eru kallaðar „svikarar“ af flokksbræðrum sínum vegna þess að þær hafi skipt um sko...
Átakafundur leiðtoga ESB í dag og á morgun
Leiðtogar ESB-ríkjanna koma saman til fundar í Brussel í dag og á morgun og er búizt við átökum þeirra í milli. Angela Merkel, kanslari Þýzkalands er hörð í þeirri afstöðu sinni, að ekki komi til greina að gefa út skuldabréf með sameiginlegri ábyrgð evruríkja og ekki komi til greina að stækka neyðarsjóðinn.
Í Brussel er embættismannalið ESB orðið ofurþreytt á vandræðum vegna evrunnar. Forkólfar framkvæmdastjórnarinnar og forseti leiðtogaráðs ESB vilja kasta þessum vanda aftur fyrir sig til að geta snúið sér að öðru.
Brian Lenihan: getum ekki staðið gegn vilja Seðlabanka Evrópu-Hvað hefði það þýtt fyrir Ísland?
„Þeir sem halda að við getum látið eigendur skuldabréfa sitja uppi með tapið gegn vilja Seðlabanka Evrópu lifa í ímynduðum heimi“, sagði Brian Lenihan, fjármálaráðherra Íra í gær en þar eins og annars staðar í evrulöndum eru kröfur um að þeir sem lánuðu írsku bönkunum sitji uppi með tapið af rekstri þeirra en ekki skattgreiðendur, sem komu hvergi nærri.