« 17. desember |
■ 18. desember 2010 |
» 19. desember |
Markaðurinn bregst af varúð við niðurstöðum ESB-leiðtogaráðs
Ákvörðun leiðtogaráðs ESB að kvöldi fimmtudagsins 16. desember í því skyni að auka traust markaða á evrunni með ákvörðun um varanlegan björgunarsjóð í hennar þágu eftir 2013 dugði ekki til að breyta áliti matsfyrirtækja. Moody‘s lækkaði lánshæfismat Írlands föstudaginn 17. desember um fimm stig niðu...
Þjóðverjar, Frakkar og Bretar munu í dag senda frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hvetja til þess að útgjöld Evrópusambandsins verði fryst í nánast heilan áratug. Þetta eru þau ríki, sem greiða meira til fjárlaga ESB en þau fá á móti. Búizt er við að ríkin þrjú fái stuðning frá Hollandi, Austurríki og Finnlandi.
Samfylkingin herðir ESB-tökin á vinstri-grænum
Forherðing þeirra sem eru enn í meirihluta innan þingflokks vinstri-grænna og styðja aðildarviðræður Íslands og ESB hefur aukist eftir að þrír þingmenn flokksins sátu hjá við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins vegna ársins 2011. Þessi staðhæfing byggist á því að stjórnarliðar meðal vinstri-grænna og Sa...
Lilja Mósesdóttir: Opinberum starfsmönnum fækkar um 1800 árið 2011
Lilja Mósesdóttir, alþingismaður Vinstri grænna sagði í Kastljósi sjónvarpsins í gærkvöldi, að opinberum starfsmönnum mundi fækka um 1800 á næsta ári vegna niðurskurðaraðgerða ríkisstjórnarinnar. Hún sagði jafnframt, að búast mætti við meiri niðurskurði á fjárlögum ársins 2012 að öðru óbreyttu. Og nefndi allt upp í 60 milljarða.