« 19. desember |
■ 20. desember 2010 |
» 21. desember |
Einræðisherra Hvíta-Rússlands ber lof á öryggislögreglu sína
Alexander Lukashenko sem var endurkjörinn forseti Hvíta-Rússlands með um 80% atkvæða sunnudaginn 19. desember hefur snúist harkalega gegn alþjóðlegri gagnrýni á viðbrögð stjórnvalda í höfuðborginni Minsk við mótmælum að kvöldi kjördags. Á blaðamannafundi mánudaginn 20. desember hrósaði hann öryggis...
Ahtisaari hvetur til nánari tengsla Finnlands við NATO
Martti Ahtisaari, fyrrverandi forseti Finnlands, varaði við því í viðtali við finnska sjónvarpið YLE TV, að Finnland gæti lent í svipaðri stöðu og Hvíta-Rússland og Úkraína á milli Rússlands og NATO og slík staða yrði ekki jákvæð fyrir alþjóðlega ímynd Finnlands. Honum þætti miður, að Finnar hefðu ekki áhuga á að stíga fleiri skref í átt til NATO-aðildar.
Seðlabanki Evrópu gagnrýnir írskt lagafrumvarp vegna neyðarláns
Seðlabanki Evrópu hefur lýst áhyggjum vegna þeirra laga sem ætlunin er að setja á Írlandi til að fullnægja lántökuskilyrðum vegna 85 milljarða evru neyðarlánsins, sem ákveðið var að veita Írum til bjargar evrunni. Bankinn telur að lögin kunni að hindra hann við að veita öðrum ríkjum á evru-svæðinu aðstoð. Að óbreyttu kynnu lögin að spilla fyrir veðsetningum í þágu bankans í framtíðinni.
Evans-Pritchard: Þjóðverjar verða að fallast á skuldabandalag evruríkja
Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptaritstjóri Daily Telegraph, segir í blaði sínu í dag, að Þjóðverjar verði að fallast á eins konar skuldabandalag evruþjóða, sem fjármagnað verði með sameiginlegra skuldabréfaútgáfu auk annarra aðgerða. Hinn kosturinn sé sá að þeir yfirgefi evrusvæðið eða samþykki 30% gengisfellingu evrunnar með því að skipta evrusvæðinu í tvennt.
Upplýsingar, sem fram koma í Morgunblaðinu í dag um að ákvörðun um hjásetu þriggja þingmanna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga hafi verið tekin á sex manna fundi, þar sem til viðbótar voru ráðherrarnir Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson svo og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, sýna hve mikil h...
Samfylkingin: Kratar og Kvennalisti horfin
Sá grundvöllur, sem Samfylkingin byggði á í upphafi er að þrengjast. Flokkurinn var stofnaður af fólki úr Alþýðuflokki, Alþýðubandalagi, Þjóðvaka og Kvennalista. Fljótlega var hafizt handa við að ýta Alþýðuflokksmönnum úr áhrifastöðum. Þeir eru nú hvergi sjáanlegir. Þá er að sjálfsögðu ekki fjallað um Alþýðubandalagsmenn, sem höfðu stutta viðkomu í Alþýðuflokknum.