« 2. janúar |
■ 3. janúar 2011 |
» 4. janúar |
Grikkir sæta gagnrýni vegna landamæragirðingar gagnvart Tyrkjum
Grísk yfirvöld hafa dregið úr áformum um að reisa landamæragirðingu til að stemma stigu við straumi ólöglegra innflytjenda frá Tyrklandi eftir gagnrýni frá ESB og mannréttindasamtökum.
Reiði magnast í Evrópu vegna árásar á kristna í Alexandríu
Mannskæð sjálfsmorðsprengjuárás, sem varð 21 einum að aldurtila, á Koptísku kirkjuna í Alexandríu í Egyptalandi á nýársdag, hefur vakið víðtæka reiði meðal evrópskra stjórnmálamanna.
Þjóðverjar og Frakkar deila um leiðir
Þýzkaland og Frakkland eru á öndverðum meiði um hvaða leið eigi að fara til þess að samræma efnahagsstjórn Evrópusambandsríkja. Þýzka tímaritið Der Spiegel segir, að skoðanaágreiningur þeirra stefni málinu í hættu.
Evrópusinnar þurfa að hugsa sitt mál betur
Evrópusambandið breytist mjög hratt. Þótt ekki sé nema eitt og hálft ár liðið frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að ESB hefur orðið grundvallarbreyting á eðli þess á þeim tíma.
Áramótaskaupið í betra jarðsambandi en forseti og forsætisráðherra?
Þessa dagana heyrist töluvert um það, að þjóðin megi ekki láta svartsýni og bölmóð ráða för. Fólk eigi að horfa fram á við í stað þess að rífast áfram um það, sem liðið er. Forsetinn sagði í nýársávarpi sínu, að bölmóður gæti gert að engu áform um umbætur og forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu á gamlárskvöld, að þjóðin væri búinn að fá nóg af flokkspólitísku karpi.