« 3. janúar |
■ 4. janúar 2011 |
» 5. janúar |
Bilun við gasvinnslu Statoil við Hammerfest
LNG-stöð norska olíurisans Statoil á Melkøya fyrir norðan Hammerfest hefur verið óstarfhæf síðan 20. desember og er talið að hún komist ekki af stað á nýjan leik fyrr en undir lok janúar. Talið er að Statoil tapi 200 til 300 milljónum norskra króna ( fjórum til sex milljörðum ísl. kr.) hverja viku s...
NYT gagnrýnir stjórnarhætti í Ungverjalandi
The New York Times birtir leiðara 4. janúar leiðara um stjórnarhætti í Ungverjalandi. Ríkisstjórn landsins tók við pólitískri forystu í Evrópusambandinu 1. janúar 2011 og ferð með hana til 1. júlí 2011. Í leiðaranum segir: Ungverjar eru réttilega stoltir af því hvernig þeir risu gegn sovéskum ...
Android-símar sækja fast fram á Bandaríkjamarkaði
Mikil umskipti eru að verða á bandaríska „smartsíma“ markaðnum, þar sem Android-grunnkerfi Googles er sífellt að verða vinsælla.
Ráðleggur hollenzkum gyðingum að flytja úr landi
Fritz Bolkestein, fyrrum leiðtogi Frjálslynda flokksins í Hollandi – en sá flokkur leiðir nú ríkisstjórnina þar í landi-hefur ráðlagt Gyðingum í Hollandi að flytja til Ísrael eða Bandaríkjanna. Hann kveðst ekki sjá, að þeir eigi sér framtíð í Hollandi vegna vaxandi andúðar á Gyðingum, sem sé ríkjandi meðal þeirra íbúa Hollands, sem koma frá Marokkó.
Eistar tóku upp evru af „strategískum“ ástæðum
Eistland tók upp evru af „strategískum“ ástæðum, segir Ambrose Evans-Pritchard í Daily Telegraph í dag og segir að Eistland hafi lagt áherzlu á að loka sjálft sig inn í öllum vestrænum kerfum, sem kostur hafi verið á, Atlantshafsbandalaginu, Evrópusambandinu og nú evrusvæðinu til þess að koma í veg fyrir að Rússland reyni á ný að gera Eista háða sér.
Halda vinstri-grænir áfram þátttöku í ESB-blekkingarleiknum?
Fyrir samþykkt alþingis á ESB-aðildarumsókninni var látið í veðri vaka, að hún hefði tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi mundi staða Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum stórbatna. Þar sæju menn að Íslendingar stefndu að upptöku evru, enda hefur Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, hvað eftir annað sagt að með aðild aukist hér fjárfesting útlendinga, atvinnuleysi minnki og vextir lækki.