Sunnudagurinn 17. febrúar 2019

Þriðjudagurinn 4. janúar 2011

«
3. janúar

4. janúar 2011
»
5. janúar
Fréttir

Bilun við gasvinnslu Statoil við Hammerfest

LNG-stöð norska olíurisans Statoil á Melkøya fyrir norðan Hammerfest hefur verið óstarfhæf síðan 20. desember og er talið að hún komist ekki af stað á nýjan leik fyrr en undir lok janúar. Talið er að Statoil tapi 200 til 300 milljónum norskra króna ( fjórum til sex milljörðum ísl. kr.) hverja viku s...

NYT gagnrýnir stjórnar­hætti í Ungverjalandi

The New York Times birtir leiðara 4. janúar leiðara um stjórnar­hætti í Ungverjalandi. Ríkis­stjórn landsins tók við pólitískri forystu í Evrópu­sambandinu 1. janúar 2011 og ferð með hana til 1. júlí 2011. Í leiðaranum segir: Ungverjar eru réttilega stoltir af því hvernig þeir risu gegn sovéskum ...

Android-símar sækja fast fram á Bandaríkja­markaði

Mikil umskipti eru að verða á bandaríska „smartsíma“ markaðnum, þar sem Android-grunnkerfi Googles er sífellt að verða vinsælla.

Ráðleggur hollenzkum gyðingum að flytja úr landi

Fritz Bolkestein, fyrrum leiðtogi Frjálslynda flokksins í Hollandi – en sá flokkur leiðir nú ríkis­stjórnina þar í landi-hefur ráðlagt Gyðingum í Hollandi að flytja til Ísrael eða Bandaríkjanna. Hann kveðst ekki sjá, að þeir eigi sér framtíð í Hollandi vegna vaxandi andúðar á Gyðingum, sem sé ríkjandi meðal þeirra íbúa Hollands, sem koma frá Marokkó.

Eistar tóku upp evru af „strategískum“ ástæðum

Eistland tók upp evru af „strategískum“ ástæðum, segir Ambrose Evans-Pritchard í Daily Telegraph í dag og segir að Eistland hafi lagt áherzlu á að loka sjálft sig inn í öllum vestrænum kerfum, sem kostur hafi verið á, Atlantshafsbandalaginu, Evrópu­sambandinu og nú evru­svæðinu til þess að koma í veg fyrir að Rússland reyni á ný að gera Eista háða sér.

Leiðarar

Halda vinstri-grænir áfram þátttöku í ESB-blekkingarleiknum?

Fyrir samþykkt alþingis á ESB-aðildarumsókninni var látið í veðri vaka, að hún hefði tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi mundi staða Íslands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum stórbatna. Þar sæju menn að Íslendingar stefndu að upptöku evru, enda hefur Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hvað eftir annað sagt að með aðild aukist hér fjárfesting útlendinga, atvinnuleysi minnki og vextir lækki.

Í pottinum

Hryssutal og hvíslherferð

Hryssutal Össurar Skarphéðinssonar hefur farið illa í fólk, bæði konur og karla. Ráðherrann talar niður til Lilju Mósesdóttur, alþingis­manns og herðir þannig á þeirri hvíslherferð Samfylkingar og hluta VG, sem staðið hefur yfir síðustu vikur gegn þingmanninum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS