« 7. janúar |
■ 8. janúar 2011 |
» 9. janúar |
Efnahagsáform í 20/20 áætlun samþykkt án heimildar frá þingflokkum ríkisstjórnarinnar
Lilja Mósesdóttir, þingmaður vinstri grænna, segir ríkisstjórnina hafa samþykkt efnahagsstefnu í anda Maastricht-skilyrða Evrópusambandsins án þess að ræða málið í þingflokkum stjórnarflokkanna.
Arvinnuþróun í Bandaríkjunum veldur vonbrigðum
Störfum fjölgaði í Bandaríkjunum um 103 þúsund í desember sl., sem hefur valdið vonbrigðum þar í landi. Atvinnuleysi er nú 9,4% og talið að það verði yfir 8% til lengri tíma. Einkageirinn heldur áfram að bæta við sig fólki en opinberum starfsmönnum fækkar ekki sízt í einstökum ríkjum Bandaríkjan...
Guardian: Bandaríkjastjórn krefst einkagagna Birgittu á Twitter
Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur fyrirskipað samskiptavefnum Twitter að afhenda einkagögn Birgittu Jónsdóttur, alþingismanns, að því er fram kemur í Guardian í dag.
Greenspan: Bandaríkin verða að lækka skuldir strax
Alan Greenspan, fyrrverandi aðalbankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna sagði í samtali við Wall Street Journal í gær, að Bandaríkin gætu staðið frammi fyrir kreppu á skuldabréfamörkuðum, ef stjórnmálamenn tækju ekki þegar í stað ákvörðun um að greiða niður skuldir. Af þessum sökum sagðist Greenspan styðja skattahækkanir nú þegar.
FT: Portúgal á leið í fjárhagslega gjörgæzlu
Ávöxtunarkrafan á 10 ára portúgölsk ríkisskuldabréf fór í gær í 7,14% en embættismenn í Lissabon hafa sagt, að Portúgal geti ekki staðið undir kröfu, sem fari yfir 7%. Seðlabanki Sviss hefur tilkynnt að hann taki ekki lengur við portúgölskum ríkisskuldabréfum sem tryggingu í endurhverfum viðskiptu...
ESB-undirróður innan Framsóknarflokksins
Samfylkingin vill hafa ESB-varadekk til taks fari loftið úr einhverjum þingmanni vinstri-grænna, þótt hann segist hafa næga burði til að verja ríkisstjórnina vantrausti. Eftir því sem rifrildið verður meira meðal vinstri-grænna þeim mun hærra verður eggjahljóðið í ESB-sinnuðum framsóknarmönnum.